Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 97

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 97
ENGAR GLAÐLEGAR NÓTUR margir hefðu tekið undir þessa kaldranalegu hugsun. Þetta var nefnilega á þeim árum, þegar því tímabili sem Frakkar hafa síðar nefnt „dýrðarárin þrjátíu“ - les trenteglorieuses- var í rauninni lokið en enginn gerði sér ennþá fulla grein fyrir umskiptunum. Menn einblíndu aðeins á það sem næst var á undan, sáu þar aftur miklar framfarir eftir ógnir fyrra helmings aldarinnar og ímynduðu sér ekki annað en þær myndu halda áfram, þótt smávægileg snurða hefði hlaupið á þráðinn um stundarsakir. Trúin var reyndar ekki lengur alveg sú sama og í kringum 1900, hún var jarðbundnari og birtist fyrst og fremst í þeirri hugmynd, sem virtist sjálfsögð, að nú á dögum væru allir sammála um markmiðið, sem sé velferðarþjóðfélag með öryggi og mannsæmandi lífskjörum fyrir alla, eins og væri í uppsiglingu og reyndar að vissu leyti þegar komið í framkvæmd í Norður-Evrópu, og eina ágrein- ingsefnið væru leiðirnar að því markmiði. Framtíðin myndi þó fljótlega leysa þær deilur, svo ekki yrði um villst, og afgangurinn var vísindareyfarar sem sumir höfðu áhuga á og aðrir ekki. Sagan var gjarnan sögð út frá slíku sjónarmiði, og eitthvað í þá veru hefðu menn á þeim tíma sennilega viljað segja aldamótamönnunum, ef þeir hefðu yfirleitt hugsað svo langt að þeim hefði fundist þeir eiga eitthvað vantalað við þá. í tuttugustu aldar sögu Erics Hobsbawm, sem nefnist „Öld öfga, hin stutta tuttugasta öld 1914-1992“ og nú er komin út á íslensku, geta menn svo lesið hvernig fór um sjóferð þá. Sú mynd sem þar er dregin upp af öldinni okkar er í nokkuð öðrum litum en menn áttu að venjast á „dýrðarárunum þrjátíu" og drykklanga stund á eftir, og má vera að það reyni á augun. En ekki er úr vegi að hugleiða orsökina. Þegar Hobsbawm lítur á það sem næst er á undan sín- um eigin ritunartíma, birtist honum að sjálfsögðu nokkuð önnur sjónhverf- ing en sú sem blasti við mönnum í byrjun áttunda áratugarins, en myndbreyting söguritunarinnar stafar þó ekki af því. Nýjungin hjá Hobs- bawm, sem hefur gert það að verkum að rit hans er allfrægt víða um heim og hefur verið þýtt á mörg tungumál, er í raun og veru fólgin í því að sjónar- hornið er annað en áður hefur tíðkast og hægt var að hafa til viðmiðunar fram til þessa: hann skoðar sem sé rás tuttugustu aldarinnar í annarri bylgju- lengd en menn hafa hingað til gert. Þannig má segja að ýmist annað komi í ljós en áður var sýnilegt, eða menn vildu sjá, og finnst mér gagnlegt að reifa það í fáum orðum. Sú hugmynd að hægt væri að greina ýmsar „bylgjulengdir" í tíma sögunn- ar kom fýrst ffam hjá franska sagnfræðingnum Fernand Braudel, og gerði hann sjálfur greinarmun á þrenns konar tímavíddum af því tagi sem hann kallaði „skammtíma", „miðtíma“ og „langtíma“: benti hann á að fyrirbæri sögunnar væru ólík í eðli sínu eftir því í hvaða tímavídd þau gerðust. TMM 1999:4 www.mm.is 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.