Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 23

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 23
KYNLÍF, GEN, KAPÍTALISMI og fátæku meira eða minna útilokaðir. Samt hangir eitthvað annað saman við þessa kynferðislegu þrá: þörf fyrir nálægð, væntumþykju, tryggð, hin mennska þörf fyrir einhvern sem maður getur elskað og treyst. Þessari þörf þykist nútíminn geta hafhað. Þetta leiðir til fremur óvæntrar sýnar á það sem hefur verið að ríða yfir vestrænt samfélag á undanförnum áratugum, hið svokallaða aukna frjálsræði í kynferðis- málum. Þannig vekur Houellebecq athygli á því að ólíkt flestum öðrum frelsunar- hreyfingum mætti kynlífsbylting sjöunda áratugarins svo til engri andstöðu af hálfu þeirra sem halda um efnahagslegu taum- ana í vestrænu samfélagi. Þvert á móti, popptónlistin, æskudýrkunin, glanstímarit fyrir fúllorðna, aukið svigrúm kvikmyndagerðarfólks til að sýna nekt og ástaratlot, allt hefur þetta haff geysilega góð áhrif á viðskipti með ýmiss konar vörur og flestar þeirra nýjar, frá plötuspilurum til myndbandstækja og frá tískuvörum til Thaílands- ferða. Þar kem ég að skuggahliðinni á þessari frelsun. Ein af þeim hugmyndum sem Houellebecq leikur sér að í bók sinni er að það sé engin tilviljun að kyn- lífsbyltingin hafi fengið slíkan meðbyr frá markaðsöflunum. Krafan sem hún gerir til allra einstaklinga um að þeir lifi fjölbreyttu og spennandi ástar- lífi hefúr ýtt undir hjónaskilnaði og veldur því að æ fleiri fullorðnir eyða meirihluta ævinnar einir. Það er afskaplega gott fyrir viðskiptin, þar sem því fleiri sem búa einir, því meiri þörf er fýrir ísskápa, örbylgjuofiia, tölvur, síma, sjónvörp, bankareikninga, o.s.frv. Ein ástæða fyrir hörðum viðbrögðum við bókinni var að hún var töluvert narsíssískt áfall fyrir ‘68 kynslóðina sem nú er á besta aldri og við völd í Frakklandi eins og víðar. Hún hefúr litið á sig sem geranda í sögunni, kynslóð sem háði hetjulega baráttu fyrir menningarbylt- ingu sem var öllum til góðs. Bókin gefur til kynna að hún var aðeins aulalegt og blint handbendi kapítalismans, sem undir merkjum einstaklingshyggj- unnar hefur stefnt að því að sundra æ smærri menningarheildum, fyrst þjóðflokkum, svo ættflokkum, síðan stórfjölskyldunni. Nú á síðustu áratug- um hefur hann, í skjóli ffjálsræðis í kynferðismálum, verið að leggja til atlögu við kjarnafjölskylduna, þetta bandalag tveggja einstaklinga sem heita hvor öðrum tryggð og væntumþykju, - að ógleymdri munúðinni -, og ef þau vilja Michel Houllebecq. TMM 1999:4 ww w. m m. ís 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.