Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 112

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 112
RITDÓMAR það tekur tilverunni eins og hana ber að höndum, reynir að gera sem best úr henni og virðist ekki sóa tímanum mikið í að harma sín kjör né óska sér vistar á einhverjum öðrum hálfum jarðarkringl- unnar, þar sem tunglskinið er mun heit- ara en sólskinið norður við Ballarhaf. Ekki er hægt að afgreiða lýsingarnar með því að þær séu „sveitarómantík", því höfundur vitnar gjarnan í orð gamals fólks og lýsir viðbrögðum sem segja sitt. Þannig kemur ffam, að fólk hefur oft á tíðum fastar rætur á þeim stöðum þar sem það býr, og saknar þeirra mjög ef það verður að flytjast annað: „Vorin í Brennuhlíð, sagði hún Sigríður amma mín. Orð hennar hljómuðu eins og ang- urvært kvak kvíðinna svana í haustkælu“ (bls. 45). Og síðar: „Það kom sérstök hlýja í rödd Sigríðar ömmu minnar þeg- ar hún minntist á heimilið í Brennu í Lundarreykjardal, en ekkert var það á móti þeim dreymandi seið sem ein- kenndi orð Kristjönu ömmu þegar hún talaði um Halldórsstaði í Reykjadal. Hvergi var slíkur ilmur úr jörð sem reyr- brekkum Halldórsstaða". (bls. 99). Hér er að vísu um að ræða eftirsjá eftir bernskuheimili. En einnig er sagt ffá því að það getur verið erfitt fyrir menn að flytjast úr einum landshluta í annan: afi og amma höfundar úr Borgarfirði kunna aldrei við sig í náttúrufegurðinni í Ljósa- vatnsskarði og taka ekki gleði sína á ný fýrr en þau eru komin aftur í Skorradal- inn. Stéttaskiptingin er mikil og ströng, en eigi að síður eru menn oft húsbóndaholl- ir: það er eins og hver stétt hafi haft sitt hlutverk í þessu harðbýla landi, og menn hafi verið metnir eftir því hvernig þeir sinntu því. Fyrir sumum húsbændum bera menn mikla virðingu, kannske alla æfi, löngu eftir að þeir eru gengnir til feðra sinna. En aðrir hljóta síðri dóm, og prestum er sagt til syndanna. Séra Jón fékk það óþvegið: „Gamli maðurinn var orðinn hreifur, klappaði dóttur sinni og hafði orð á því hve stoltur hann væri af henni svo mjög sem hún bæri af öðrum konum að glæsileik og atgervi. - Annað þótti þér, þegar þú fékkst líðilegasta Reykdæling til að gangast við mér, sagði Guðrún“ (bls. 91). Og þrátt fyrir fátæktina sem er tví- mælalaust sár, hafa menn orku fýrir and- lega iðju af ýmsu tagi. Menn lifa í námunda við heim bókanna. Sigríður í Brennu les ekki rómana og segir ekki ævintýr heldur sannar lífsreynslusögur. „Tvær Islendinga sögur hafði hún þó í hávegum, Laxdœla sögu og Harðar sögu ogHólmverja. Þær voru traustar heimild- ir um lífið í Dölum vestur og lífið í Skorradal forðum daga. Af hinum fornu Dalamönnum Laxdœlu mat hún Ólaf pá bónda í Hjarðarholti umfram alla aðra menn. Ég heyrði hana aldrei fella lofsyrði um Kjartan son hans, held helst að henni hafi þótt hann of líkur Kristgeiri í Gils- streymi og Þorsteini Erlingssyni“ (bls. 51). Og hún er ekki ein um að leggja mat á hetjur fornsagnanna, allt að því eins og nána kunningja. Hið sama gerir Krist- jana: „1 hug sínum þá og æ síðan kvaðst hún engan hafa munað sem komist hefði nær fullkomnun alls hins fagra og góða en Jesús Kristur og sá sem réttilegast hefði fetað í fótspor hans hefði verið Höskuldur Hvítanesgoði í Njáls sögu. Hún ákvað að skíra drenginn nafni hans ...“ (bls. 125). Menn af öllum stéttum, vinnumenn jafnt sem góðbændur, eru hnyttilega hagorðir, svara fyrir sig með vísu og yrkja jafnvel tækifæriskvæði ef svo ber undir. Einar afi höfundar hafði alla tíð ort lausavísur, en tók síðan að semja eftir- mæli og afmælisminni bæði í lausu máli og bundnu. Það lá þó við að honum yrði 110 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.