Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 69

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 69
Jón Viðar Jónsson Hvers vegna hefur Strindberg aldrei komist til íslands? í tilefni 150 ára afmælis August Strindbergs 150 ár eru í ár liðin frá fæðingu August Strindbergs - og ekkert íslenskt leik- hús sér ástæðu til að minnast þess. Ríkisútvarpið eitt sýnir dálítinn lit; tínir til fáeinar gamlar upptökur af leikritum hans og flytur eina nýja. í raun og veru ætti þetta ekki að koma neinum á óvart, sem leitt hefur hug- ann að stöðu Strindbergs í vitund íslendinga. Leikrit hans eru misjöfn að gæðum, satt er það, en samt er furðulegt að sum hin bestu þeirra hafi aldrei sést hér á sviði. Þetta á m.a. við um draumleiki hans og nær alla Kammerleiki, hin huglægu, fantastísku og ljóðrænu verk, sem hann samdi eftir „In- fernó“-kreppuna svonefhdu 1896-97, þegar hann hvarf frá efnishyggju og trúleysi fýrri ára.1 Þó boðuðu þessi verk straumhvörf í leikritagerð; án þeirra myndu leikbókmenntir aldarinnar vafalaust bera allt annan svip en þær gera. Er orsökin e.t.v. sú, að íslenskt leikhús hafi verið of fastgróið í hefð- bundnu raunsæisformi 19. aldar með kröfum þess um auðnumin, skýr og skilmerkileg ffásagnarefni? Svo mikið er víst, að einu Strindbergs-leikirnir, sem hér hafa verið leiknir að ráði, eru ffá hinu natúralíska skeiði hans á níunda áratugnum: Faðirinti, Fröken Júlía, Hin sterkari, einn snjallasti einþáttungur hans, og Kröfuhafar, sem Þjóðleikhúsið sýndi fyrir þrjátíu og fimm árum. En vel má vera, að sú skýring sé heldur almenns eðlis og fuUt eins líklegt að þarna hafi ýmsir persónulegir hlutir og jafhvel tilvUjanir verið að verki. Einhverjir kynnu og að geta þess tU, að landlægir fordómar gegn höfund- inum og jafnvel sænskri menningu liggi hér að baki, hin gamalkunna mynd af Strindberg sem hálfbrjáluðum, á köflum albrjáluðum hatursmanni mannkynsins, einkum kvenkynsins, mistækum sérvitringi, sem stundum slampaðist á að skrifa eitthvað gott þegar vel lá á honum, en reri að öðru leyti á mið sem íslenskum almenningi verða alltaf fjarlæg. Er það hræðsla við slíka hleypidóma sem hefur beygt íslenska leikhúsfrömuði? Því að um það þarf ekki að fjölyrða, að þetta eru ekki annað en hleypidómar um skáld sem hefur auðgað heiminn að nokkrum „algildum" leikritum, eins og einn mesti Strindbergs-unnandi íslendinga fyrr og síðar, Halldór Kiljan Laxness, orð- aði það.2 TMM 1999:4 www.mm.is 67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.