Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 73

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 73
HVERS VEGNA HEFUR STRINDBERG ALDREl. . . ? stuttra hugleiðinga sem kom fyrst út 1907, er vikið að Ibsen undir dulnefn- inu „Dyngherrens störste profet“, sem mætti þýða sem „Mesti spámaður Drullu- eða Bullhöfðingjans", og þarf víst ekki að skýra hverjum sú hátign heyrði til.6 Frá því er skemmst að segja, að Strindberg náði aldrei um sína daga því marki að vera almennt talinn jafnoki Ibsens, hvað þá að hann skákaði hon- um á heimsvísu. Þó að einstökum verkum, svo sem Fröken Júlíu, Hititii sterkari, Kröfuhöfum og Föðurnum, hlotnaðist viðurkenning utan Svíþjóðar, einna helst í Þýskalandi, var það ekki fyrr á öðrum áratug aldarinnar, að stærð hans sem leikskálds fékk endanlega staðfestingu. Upphaf sigurgöng- unnar var sviðsetning þýska leikstjórans Max Reinhardts á Dauðadansinum haustið 1912, nokkrum mánuðum eft ir dauða Strindbergs. Um Reinhardt er fljótsagt, að hann er einn af mestu undramönnum evrópskrar leiksögu á síð- ari tímum; afrek hans á leiksviðum Berlínar á morgni aldarinnar umvafin goðsagnakenndum ljóma, nýsköpun sem hefur sett varanlegt mark bæði á þróun sviðsetningar-listarinnar og leikhúsrekstrar almennt.7 Hann var ekki einn þeirra leikstjóra, sem láta persónulegan stíl lita allt sem þeir koma nærri, heldur var það höfuðsetning í aðferðaffæði hans, að form hverrar leiksýn- ingar ætti að þjóna hugsun og list leikskáldsins. í samræmi við þetta reyndi Reinhardt fýrir sér með hin ólíkustu sviðsform; setti t.d. upp gríska harm- leiki á Cirkus Schumann og Jónsmessunæturdraum Shakespeares á rafknúnu hringsviði, sem þá var nýlega fundið upp; þar lét hann skóginn hverfast fyrir augum áhorfenda í kyngimagnaðri töfrabirtu nýtískasta ljósabúnaðar. Rein- hardt var vitanlega ljóst, að verk úr skóla natúralismans nytu sín best á litlum sviðum með mikilli nánd milli áhorfenda og leikara. í því skyni lét hann reisa lítið leikhús, Kammerspiele, sem eins konar annexíu frá hinu stóra sviði leik- húss síns, Deutsches Theater. Kammerspiele var opnað 1906 og var ein fyrir- mynda Strindbergs, þegar hann stofnaði Intima teatern skömmu síðar.8 Vel var því við hæfi, að Reinhardt yrði fyrstur manna til að sanna að róttæk umsköpun leikformsins í síðari leikritum Strindbergs væri ekki sérvitrings- legt kák, sprottið upp úr undarlegum órum veiklaðs anda, heldur fullkom- lega raunhæf og marktæk listsköpun. Reinhardt tók snemma að fást við verk Svíans, hann setti Hina sterkari og Bandið á svið árið 1902 og Fröken Júlíu tveimur árum síðar; hún vakti talsverða athygli, enda var það ein fremsta leikkona Þýskalands, Gertrud Eysoldt, sem þar lék frökenina.9 En það var sem sagt ekki fyrr en með Dauðadansinum 1912, að ísinn brotnaði endan- lega. Sú sýning dró á eftir sér langan slóða og varð upphaf geysilegrar Strind- bergs-vakningar eða kannski væri nær að segja Strindbergs-æðis í þýsku- mælandi löndum næstu ár. Stóð sú bylgja yfir fram yfir fyrri heimsstyrjöld TMM 1999:4 www.mm.is 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.