Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 75

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 75
HVERS VEGNA HEFURSTRINDBERG ALDREl... ? Annað auðkenni á Strindberg-sýningum Molanders, sem aldrei má gleyma, var mikil rækt við hinn sérkennilega og margbreytilega húmor leik- ritanna. Hefur sú áhersla fylgt sænskri Strindberg-túlkun allar götur síðan, en kannski ekki ætíð skilað sér í útflutningi, m.a. vegna þess hversu samofinn húmor hans er hinu auðuga málfari hans sem leikskálds. Svo dæmi sé tekið heldur Kela Kvam því fram í fyrrnefndri bók, að þær þýðingar, sem Þjóðverj- ar notuðust við á meðan Strindberg-aldan var í hámarki, hafi engan veginn skilað tungutaki hans sem skyldi. Var hinn þýski þýðandi Strindbergs, Emil Schering, þó náinn persónulegur vinur hans og að heita mátti umboðsmað- ur á þýsku málsvæði. Samt fullyrðir Kela Kvam, að mál Strindbergs glati í þýðingum Scherings innri krafti sínum og hrynjandi, svo að hinn ljóðræni tónn draumleikjanna fái þar „fremur dauflegan og smásmyglislegan blæ.“16 Strindberg stígur á land í Reykjavík Ég má til með að skjóta því að, áður en lengra er haldið, að ég hef í riti Gunnars Ollén aðeins séð tvisvar minnst á íslenskar Strindberg-sýningar. Ollén hefúr eftir einhverjum leiðum grafið upp, að keflvískir áhugaleikarar hafi leikið Páska árið 1969.17 Þá getur hann ffætt okkur um það, að árið 1936 hafi skringileg (eða „kuriös“ eins og hann orðar það) sýning á einþáttungnum Paría farið ffam í Reykjavík; þar hafi þáverandi rektor Stokkhólmsháskóla, Sven Tunberg, leikið hr.Y á móti hinum ff æga sænska leikara August Falck sem hr.X.18 Af sýningum þeim, sem greint verður ffá hér á eftir, hefúr Gunnar Ollén hins vegar engar spurnir haft; a.m.k. minnist hann ekki einu orði á þær. Reykvískir leikhúsgestir höfðu engin kynni af Strindberg fyrr en á þriðja áratugnum. Af fyrstu sýningunni, í Iðnó á jólum 1921, fer fáum sögum; heiti leiksins kemur hvorki ffam í blaðafréttum né örstuttri umsögn Morgun- blaðsins, og leikskrá eða handrit hafa ekki varðveist svo vitað sé. í skrá Lárus- ar Sigurbjörnssonar um íslensk leikrit segir hins vegar, að það hafi verið einþáttungurinn „Sterkari“ - Den starkare eða Hin sterkari eins og hann hef- ur síðar heitið - sem þar var fluttur ásamt tveimur öðrum leikþáttum af óskyldu ætterni.19 Sýningin var ekki á vegum Leikfélags Reykjavíkur, sem var í miklum lamasessi um þær mundir, svo leikendurnir sjálfir tóku málin í sínar hendur og komu leikjunum á svið: þau Ágúst Kvaran, kona hans Soffia Guðlaugsdóttir, Guðrún Indriðadóttir og Guðmundur Thorsteinsson, Muggur. Morgunblaðið lætur sér fátt um finnast þó verið sé að leiða eitt af stórskáldum heimsins inn á íslenskt leiksvið og segir aðeins, að leikritin „gætu verið heppilegar valin til þess að fá hylli, þau eru hvorki viðburðarík né hnyttin, en vandfarið með þau.“20 Blaðið er þó ánægt með meðferð leikenda á hlutverkum sínum, segir hana hafa verið fjörlega og lipra og hafi áhorfend- TMM 1999:4 www.mm.is 73
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.