Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 76

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 76
JÓN VIÐAR JÓNSSON ur klappað óspart og farið ánægðir heim. Samkvæmt blaðaauglýsingum voru leikirnir sýndir þrisvar. Engum getum skal að því leitt, hvort eitthvert beint samband var á milli þessa fýrsta tilhlaups íslenskra leikara að Strindberg og hins næsta. Svo mikið er þó víst, að nú líða aðeins tvö ár þangað til þeir reyna aftur. Vorið 1924 frumsýndi Leikfélag Reykjavíkur Fröken Júlíu, og aftur leika þær Soffía og Guðrún kvenhlutverkin tvö: Soffía fröken Júlíu, Guðrún Kristínu eldabusku. Óskar Borg, sonur Stefaníu Guðmundsdóttur, var hinn illvígi sjarmör Jean greifaþjónn, sem á einni örlagaríkri Jónsmessunótt fer með fröken Júlíu, dóttur húsbónda síns, í bólið. Á þeim árum var ekki til siðs að nafngreina leikstjóra í leikskrám eða auglýsingum, enda leikstjórn þá ekld orðin jafn mótaður og sjálfsagður þáttur sýningarvinnunnar og síðar varð. Samt eru sterkar líkur fyrir því, að það hafi verið ungur maður að nafni Indriði Waage sem bæði stýrði leikendum og átti ffumkvæði að vali verksins. Indriði hafði dvalist um nokkurt skeið í Berlín veturinn 1922-23; munu það hafa verið fýrstu kynni hans af erlendu leikhúsi, sem urðu honum drjúgt veganesti á ferlinum.21 Nú vill svo til, að nýlega er fundið úr fórum Indriða þykkt bindi leikskráa, sem hann varðveitti úr Þýskalandsförinni og lét binda inn. Er leikskráasafh þetta ómetanleg heimild um þær sýningar sem Indriði sá á þessum tíma, og í því er einmitt skrá frá sýningu Deutsches Theater á Fröken Júlíu undir stjórn Bernhard Reichs. Þar fór ekki minni leikkona en Elisabeth Bergner með titil- hlutverkið, en mikið orð fór af túlkun hennar á aðalskonunni ógæfusömu.22 Staðfestir leikskráin, að Indriði náði í skottið á Strindberg-bylgjunni miklu. Hvort sýning Deutsches Theater skipti einhverjum sköpum fyrir vinnu hans með leikurunum þremur verður á hinn bóginn fátt sagt um; Indriði mun aldrei hafa unnið nákvæm leikstjórnarhandrit og í þessu tilviki er ekki öðrum heimildum til að dreifa, t.d. hef ég hvergi rekist á myndir úr sýning- unni. Annars verða menn vitaskuld alltaf að gæta þess í vangaveltum um erlend áhrif á íslenska leiklist, hversu örðugar aðstæður voru hér og ósambærilegar við það sem gerðist annars staðar. Þau Soffía og Óskar voru þannig bæði lítt reynd og skóluð, þegar þau tókust á við hlutverkin, tvær af mestu glansrull- um leikbókmenntanna. Ætti því ekki að koma á óvart, þó að leikur þeirra yrði nafnlausum leikdómara Morgunblaðsins tilefni hugleiðinga um, hversu erfitt sé að gera raunverulegar kröfur til íslenskra leikara „því menn sjá að eigi verður bætt úr kjörum listamannanna svo viðunandi sé. Á þann hátt viðgengst margt hjá oss, sem gengur undir nafni listar, en á fátt skylt við hana.“23 Þrátt fyrir þetta telur gagnrýnandinn meðferðina á Fröken Júlíu 74 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.