Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 62

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 62
SVA V A JAKOBSDÓTTIR En í Konungsbók er gull veig ekki ritað sem eiginnafn. Þar er gull veig ritað sem tvö nafnorð, gull og veig. Veig merkir jaínframt mjöður en veig sem kennd er við gull hlýtur að vera dýr mjöður en það er einmitt orðalagið sem notað er í Hávamálum um skáldskaparmjöðinn. Orðin gull veig er gullaldar- mál sem á eítir að fá samhengi í fýllingu tímans. Gullið verður ekki mæliein- ing fyrr en á veraldarvísu. Orðstofnarnir í Konungsbók, gull og veig, geta tekið merkingarbreytingum eftir samhengi, Orðin eru ekki bundin hvert af öðru, merkingin ekki negld niður í eitt skipti fyrir öll. Þau eru frjáls sem nokkurs konar markorð sem skáldið leggur á minnið og vinnur úr eigin kvæði eða sögu. Gull og veig gætu t.d. hentað sem lýsing á því sem er veigað eða fléttað með gullþræði eða glitofið hvort sem er í texta skáldskapar eða munstri í vefnaði. Jónas Hallgrímsson líkir t.d. landslagi við glitvefnað. Gull merkir sól og eld í frumheimi. Sem ásynjan Sól er hún grunnhugtak en tekur myndbreytingum, hún er kennd við skáldskaparmjöðinn eða persónugerð sem slík og verður þríein við slit gullaldar. Veröldin er eftirmynd gullaldar og því sjáum við brennslu þessar gullnu veigar, sólarelds, endurspeglast í gjörð- um mannsins er hann helgar sér nýtt land. Jörðina, heimkynni mannsins, hinn djúpa dal má því sjá sem eftirmynd af því sem til var í árdaga; Ferðalok eru endurheimt sem boða líf eftir þetta líf. Hin flókna uppbygging, þar sem hugmyndafræðilegir þræðir eru þrír og gerendur þrír, hver með sinn skilning á þríeinni ástarstjörnu gerir það að verkum að sjónarhorn eru mörg auk þess sem taka verður tillit til munarins á innri sýn og ytri sýn. Lesandinn verður að öðlast yfirsýn enda er honum hjálpað til þess með ýmsu móti. Ætlast er til gagnvirkni milli höfundar og lesanda. Lesandinn stendur frammi fýrir ótal gátum og siðferðisspurning- um. Hvernig á hann að meta orð og verknað? Hann verður að hafa viðmið í frásögninni því að hann sér ekki inn í hugann. Skáldverk Jónasar vekja ótal spurningar ekki síður en margar Islendingasögur. Lesandinn verður að ráða í hug persóna af orðum þeirra og athöfhum. Ummæli einnar persónu geta ráðið úrslitum um hvort við skynjum list skáldskaparins eða festumst í auka- atriðum. Slík ummæli varpa jafnframt ljósi á atburðarás alla og ekki síst lista- tök höfundarins. Sígilt dæmi um slíkt er svar Guðrúnar Ósvífursdóttur við fyrirspurn Bolla, sonar hennar, um hverjum manni hún hefði mest unnað. Guðrún svaraði: “Þeim var ég verst er ég unni mest“. Ég ætla, að svar hennar merki: „Ég var sjálfri mér verst.“ Um leið lifnar Guðrún til mennsku sinnar. Tilfmningalíf hennar kemst í miðdepil sögunnar og gerir Laxdælu að þroskasögu hennar. Ekki er minna um vert að við fáum djúpa innsýn í sálarlíf konu sem lifði mikla umbrota- tíma á mörkum heiðni og kristni. Hinn mikli listamaður, höfundur Lax- 60 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.