Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Qupperneq 40
]ÓN SIGURÐSSON yrkja fyrir augað“, en eftir sem áður sé „hugblærinn“ á ljóðum Jóhannesar óbreyttur. (Óskar Halldórsson, 1975). Jóhannes úr Kötlum er góður fulltrúi skálda sem eru mælsk, innblásin, tendruð fullvissu eða sækja fast eftir full- vissu og eldmóði. Hann er í hópi með t.d. síra Matthíasi og Matthíasi Jo- hannesen miklu fremur en t.d. Snorra Hjartarsyni, Hannesi Péturssyni eða Þorsteini frá Hamri. Aftur á móti er hann í hópi með Steini Steinar og Þor- steini frá Hamri að því leyti að verk hans einkennast af bragleikni, hefðbund- inni hagmælsku ásamt formbyltingu, frjálsu ljóðformi og fjölbreytni í bragstíl. Athyglisverð eru ummæli Jóhannesar sjálfs sem snerta þetta þótt óbeint sé. í erindi 1959, sem áður er vitnað til, segir hann m.a.: „Leyfist mér... að láta þá skoðun mína þegar í ljós að ljóðlistin sé í eðli sínu ekki bundin nein- um takmörkunum öðrum en þeim sem ófullkomleiki mannlegs tungutaks hlýtur ævinlega að setja. Ég tel hana hvorki þurfa að vera bundna háttum né hrynjandi ef hún þrátt fyrir það getur vakið þau sérstöku áhrif sem eru ein- kenni ljóðs - en svo örðugt er að skýra. Því fullkomnara sem ljóð er, því óskiljanlegra verður það. Þar með er alls ekki sagt að það þurfi að vera óskilj- anlegt í venjulegri merkingu: það getur fjallað um fyrirbrigði, efnisleg eða andleg, sem hvert mannbarn kannast við og með svo einfaldri ff amsetningu sem verða má. Málið fer fyrst að vandast þegar spurt er: en hversvegna er þetta list? I hinu fullkomnasta ljóði er tunga þjóðarinnar þanin til hins ítrasta: hún vegur þar salt á egginni milli hins segjanlega og hins ósegjanlega. Því meira af lífi hins ósegjanlega sem skáldinu tekst að blása í ljóð sitt, því dulmagnaðra og um leið óskilgreinanlegra verður það.... í fögru Ijóði verð- ur upphafning tungunnar algerust. Og það virðist yfirleitt fljúga því hærra sem svigrúm þess er meira, hátturinn frjálsari. Raunin hefur ævinlega orðið sú að hvenær sem einhverjar ytri hömlur hafa sveigt að ljóðlistinni hefur vænghaf hennar jafhharðan minnkað og hún hneigzt til stagls og stöðnun- ar.“ (Vinaspegill, bls. 83-84) VI Finna má og skilgreina einn samstæðan kjarna í verki og hugmyndum Jó- hannesar úr Kötlum. Eins og ff am hefur komið er kjarninn þessi: Listin, ljóð- ið sem fórn og þjónusta, sem framlag eða vopn í baráttu. Skáldskapurinn hefur ekki aðeins eigið innra markmið eitt sér. Hann verður ekki aðeins met- inn með eigin innri verðmætum eða gildum. Mestu varðar að hann þjóni mannlífinu og hugsjónum sem lúta að mannlífi, mennsku og líkn manna á meðal og verði aðstoð við þá sem minna mega sín. Allnokkur kvæði Jóhannesar verða beinlínis talin kennslukvæði, 38 www.mm.is TMM 1999:4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.