Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 41
ÉG FÍNN ÉG VERÐ AÐ SPRINGA . . . dídaktísk, í boðun og framsetningu efnisins. Örn Ólafsson bendir á að „rök- færslubragur" sé á mörgum kvæðanna og rekur í því efni kvæðið „Hvað nú, ungi maður?“ sem birtist fyrst í Rauðumpennum 1938 (Harter í heimi 1939). Mörg þeirra dæma sem nefnd hafa verið hér framar eru í þessum stíl, a.m.k. að einhverju leyti. Segja mætti t.d. að Hrímhvíta móðir frá 1937 sé samfelld tilraun til að setja fr am skipulega söguskoðun um íslenska sögu í sósíalískum byltingarsinnuðum anda og Mannssonurinn, sem er ffá svipuðum tíma þótt ekki yrði gefinn út fyrr en síðar, er að sínu leyti einnig tilraun til að setja fram eða kenna tiltekin ákvörðuð sjónarmið á sviði trúmálanna. Að því leyti minnir hann jafnvel á samfellda og samstæða ljóðkennslu séra Hallgríms Péturssonar þótt með ólíkum hætti sé. Fróðlegt er að lesa að Jóhannes segir sjálfur í blaðaviðtali við útkomu Hrímhvítu móðurað hann hafi valið bragar- hætti „til þess að allt mætti verða sem ljósast og aðgengilegast almennum les- anda“ (Vitnað eftir Erni Ólafssyni, 1990, bls. 126). Og áður var Sjödægra nefnd sem nokkurs konar umbyltur háttalykill. í verkum Jóhannesar birtist aftur og aftur lykilorðið: „alþýðan“. Baráttu- kvæði eru reyndar svo mörg í bókum Jóhannesar að nær er að telja þau kvæði sem ekki snerta hugsjónir á einhvern hátt. Mörg þeirra dæma sem þegar hafa verið nefnd fela í sér lykilorðið „alþýða“ en til viðbótar þeim má nefna í Hrímhvítu móður „Þegnar þagnarinnar“ og „Mitt fólk“ í Hart er í heimi. Enn má nefna „Systir alþýða“ í Eilífðar smáblóm, og „Lofsöngur um þá hógværu“ í Sjödægru. Systir mín, Alþýða! sárt finnst mér enn að sjá þína nöktu, blóðugu mynd, er berst þú af grimmd fýrir gullsins menn, - ó guð í himninum, hvað þú ert blind! Ég elska þig, systir, eins og það lamb, sem í einfeldni sinni er til slátrunar leitt. (Eilífðar smáblóm, bls. 86) Ekkert veit ég yndislegra en fólk: það fólk sem skarar í eld hampar barni raular stöku rúmhelginnar fólk með jól og páska í augnaráðinu alþýðufólkið með allan sinn höfðingskap (Sjödœgra, bls. 84) í erindi árið 1960, sem áður er vitnað til, segir Jóhannes m.a.: „Það væri synd að segja að nú sé hörgull á stórkostlegum yrkisefnum sem kalla á þrotlausar tilraunir í formi. En hið æðsta gildi skáldskapar hefur aldrei verið fólgið í dýrleika hringhendu né dulmáli atómljóðs, heldur þeim ævarandi tilgangi TMM 1999:4 www.mm.is 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.