Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 111
RITDÓMAR um sínum í allar ættir og kvíslir, kannske svo honum verði ljósara úr hvers konar kynlegu ættablandi hann er sjálfur bruggaður (því bækur af þessu tagi eru í upphafi eintal höfundar við sjálfan sig, hversu mikið erindi sem þær kunna síð- an að eiga við aðra). Fremst á sviðinu eru afar og ömmur höfundar, sem hann hafði sjálfur kynni af í æsku, þannig að í ffásögnum sínum af þeim getur hann fléttað sínum eigin endurminningum saman við ffóðleik úr öðrum áttum. En þetta nægir höfundi ekki, heldur fer hann lengra og rekur sögur langfeðga sinna aftur í byrjun 19. aldar eða jafnvel allar götur affur á 18. öld, svo og ýmissa hliðargreina af ættum þeirra, sem kvísl- uðust hingað og þangað um Borgar- fjarðardali og Norðausturland. Þannig er sagan rakin fram og aftur í tíma samkvæmt frásagnartækni, sem kenna mætti við blöndu úr „alþýðlegri fræðimennsku" í hefðbundnum íslensk- um stíl, eins og hún hefúr tíðkast í fróðleiksþáttum alls konar, og minning- um eða hugsýnum með skáldlegu ívafi, fremur í evrópskum anda. Höfundur byrjar á ferð sinni upp í „pakkhúsloff ið“ í bernsku þar sem hann sér „minnisvarða um fáeinar gleðistundir" í lífi annars afa hans, tómar flöskur með forgylltum skrautmiðum undan eðalvínum, og svo fetar hann sig áfram gegnum þá fjóra ættboga sem að honum sjálfum standa. Þannig tvinnast saman lýsingar á and- rúmsloffi, meira og minna útfærðar ör- lagasögur, sem eru eins og svipmyndir úr mannlífi fyrri alda, og svo langar ættar- tölur og niðjalistar með viðeigandi ártöl- um, upplýsingum um bústaði, flutninga og annað í þeim dúr. Örlagasögurnar eru stundum magn- aðar, þó þær séu fáorðar. Ung stúlka fer með heitmann sinn til foreldra sinna. Svo gerist það „einn níðþéttan þoku- morgun“ að móðursystir stúlkunnar fær hana með sér upp í brekkur og fer sér hægt. Þar dvaldist þeim greinilega góða stund, en um leið og þær komu til baka heyrðu þær byssuskot í þokunni. „Þegar Sigríður kom inn settust foreldrar henn- ar að henni og tjáðu henni að þau hefðu skipað Pétri Pálssyni að hafa sig á burt, hann fengi aldrei að ganga að eiga dóttur þeirra. Henni sögðu þau nú að slíta öllu sambandi við þennan ráðlitla lista- mann“ (bls. 113-114). Byssuskotið hafði verið e.k. kvittun fyrir móttökurnar, en stúlkan bar síðan bréf heitmannsins fyrrverandi við barm sér, og varð það ör- lagavaldur í lífi hennar síðar, þegar hún var gift „ástleitnum og örlyndum glímu- manni“ (bls. 126). Þetta sögubrot hefði getað orðið Jó- hanni Sigurjónssyni að yrkisefni. En þótt slíkir kaflar, sem birtast öðru hverju eins og auðkennilegt stef í flóknum tónvef, tali sínu máli, er nokkur hætta á því, að í augum þess fákunnugs lesanda sem á erfitt að meðtaka hina æðri speki ættar- talna virki ff ásagnarháttur verksins off á tíðum eins og nokkurs konar sundur- laust brotaspil. En svo fer þó að lokum að brotin raðast saman í nokkuð skýra mynd. Það fólk sem frá er sagt er af ýms- um þjóðfélagsstigum, en þó oftast úr hópi hinna fátækari. Og það kemur glögglega ffam að lífsskilyrðin eru ákaf- lega hörð, og lítil vörn gegn áreitni nátt- úruaflanna: „Þau fóru Uxahryggjaveg og teymdi Björn lestina með fábrotinni búslóð þeirra, en Sólveig reið á effir og reiddi son sinn í fanginu. Fjallið var ný- leyst úr frerum vetrar, aurar í melum og stóð vatn í mýrum. Venjulega er þessi leið talin tíu stunda lestagangur, en þau voru nærri sólarhring á ferðinni. Slíkt var torleiðið" (bls. 21). Sem sé kuldi og vosbúð á nútímamáli, og lítil sem engin hvfld í sólarhring. Líklegast var áfanga- staðurinn kaldur og rakur torfbær. En eigi að síður er þetta fólk fullt af lífskraff i, TMM 1999:4 www.mm.is 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.