Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 92

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Síða 92
SINDRI FREYSSON gaumgæfilega um. „Við drekktum ótal konum í Drekkingarhyl fyrir ýmsar sakir en þó auðvitað aðallega hórdómsbrot. Mæður lausa- leikskróa, falar konur og lausgyrtar, enduðu í þessum hyl á Þingvöll- um með stein bundinn við annan fótinn eða hálsinn. Með tíð og tíma seytlaði þetta vatn um jarðlögin og blandaðist vatnsbólum okkar. Við súpum enn seyðið af lauslátustu konum landsins. Drekkum það beint úr krananum. Þess vegna hefur þjóðin aldrei meðtekið siðaboðskap kirkju og vandlætara sem skyldi, þess vegna er frjálslyndi hennar í kyn- ferðismálum alræmt um heim allan. Það er vatnið. Og nú hafa útlend- ir vísindamenn gefið því vottorð um einstakan tærleika, því að syndirnar gömlu greinast ekki í smásjám þeirra og skilvindum. Síðan flytjum við vatnið út í flöskum og dósum og það mun breyta siðferðis- hugmyndum allra þeirra landa sem ánetjast. íslenskt vatn mun ganga af kaþólskri kirkju dauðri.“ Hann lýsti þessu svo fjálglega að fjölskyldan sat agndofa. Ég sá fyrir mér ótal fallegar konur kútveltast naktar um í tepoka sem risavaxin krumla dýfði ofan í hyl og loks safann streyma út, lita vatnið og gefa því bragð. Hugmyndin vakti hlátur en ég rifjaði hana upp mörgum árum síðar þegar ég hafði búið erlendis í heilan vetur. Ágæt vinkona mín heimsótti mig og hafði meðferðis fulla flösku af vatni að heiman, sem ég setti í innkaupanet og hengdi út um gluggann til kælingar. Við fórum út að borða, komum heim og drukkum tvo lítra af vatni af stút áður en við elskuðumst. Vatnið eyðilagði vináttu okkar og breytti henni í ástarsamband. Ég gæti ljáð þessu atviki einhverja harmræna dýpt eða hrylling og sagst hafa drukkið flösku af Vandalavíni á eftir, vegna þessa hliðar- spors frá hefðbundnum samskiptum okkar, og slegið síðan höfði hennar við vegginn þangað til hann varð alblóðugur (til að refsa henni fyrir það sem ég kenndi mér um) - en ekkert slíkt átti sér stað. Ég lá bara nakinn við hlið hennar, snerti tóma vatnsflöskuna með tánum og fannst ég vera uppþembdur af vatni, fullnægður og þreyttur í senn. Nokkru seinna fór ég um þau vínræktarhéruð sem pabbi hélt fram að stuðst hefðu við beinagrindur og blóð og spurði varfærnislega um sannleiksgildi sögunnar. Bændurnir sem ég hitti þóttust ekki skilja mig eða hlógu upp í opið geðið á mér. Þeir buðu mér hvorki vott né þurrt. 90 www.mm.is TMM 1999:4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.