Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 108
Ritdómar Systurtorrek Sigurður Pálsson: Parísarhjól. Forlagið 1998. 188 bls. Ungur íslendingur, Viktor Karlsson, heldur til Parísar, borgar bernsku sinnar, þar sem hann ætlar að dvelja í nokkrar vikur og vinna að verkefhi sem felst í því að myndskreyta nýja útgáfu á Sonator- reki Egils Skallagrímssonar. En ferðin er ekki eingöngu vinnuferð heldur er í henni fólgin leit Viktors að sálarró, hann er að reyna að fóta sig að nýju eftir nýlegt áfall sem hann varð fyrir þegar náin og kær systir hans lést í bílslysi. Það er því sorg og óbætanlegur missir sem mynda uppistöðu þessarar skáldsögu sem er hin fyrsta frá hendi Sigurðar Pálssonar, Ijóða- og leikritaskálds. Sonamissir Egils og systurmissir Viktors mynda saman það tvíradda stef sem hljómar sífellt undir í gegnum alla frásögnina og er þessum sorgaratburðum fléttað saman á nærfærinn og haglegan hátt. Það myndverk sem Viktor hyggst vinna í París er ekki aðeins unnið út ffá Sonatorreki Egils heldur kallast sköpun- arferlið sjálft, tilurð verksins, á við kvæði Egils og tilurð þess; leiðin út úr sorginni liggur í gegnum sköpun listaverks, í til- viki Viktors nokkurs konar Systurtorrek. En líkt og hjá Agli forðum er þessi leið síður en svo auðfarin og undanfari hins skapandi tímabils er stöðnun, innilokun, sorg. Stef úr kvæði Egils hljóma víða í sögu Viktors, hann glímir við kvæðið, reynir að læra það utan að um leið og hann glímir við að finna því myndrænt form sem hann getur sætt sig við. Þetta reynist listamanninum erfitt framan af, enda lamar sorgin sköpunarkraftinn í byrjun, þetta tvennt tekst sífellt á þar til sköpunin hefur þó að endingu vinning- inn og lamar sorgina, eða gerir hana að minnsta kosti viðráðanlega. „Sáttargjörð við lífið.“ Viktor rifjar upp hið áhrifamikla atriði í Egils sögu þegar Egill leggst í lokrekkju sína, ráðinn í að enda þar líf sitt og svelta sig til bana: Þorgerður dóttir Egils tældi föður sinn þegar hún stuðlaði að því að hann hætti við að svelta sig í hel eftir að son- ur hans Böðvar dó. Annar sonur hans, Gunnar, hafði látist litlu áður. Þess í stað reisti hann þeim minnisvarðann Sonatorrek. Dauðans var hefnt með sáttargjörð við lífið. (51) Þorgerður leggst hjá föður sínum í lokrekkjunni undir því yfirskini að hún ætli að fylgja honum í dauðann. En hún hefur ráð undir rifi hverju, tælir föður sinn til að bragða á söl og sölin vekur hjá honum þorsta sem á endanum reynist vera lífsþorstinn sjálfur. Lífsþorsti Viktors er einnig vakinn af 106 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.