Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 74
JÓN VIÐAR JÓNSSON og fór ekki að réna fyrr en eftir 1920.10 Hún skildi eftir sig bókmenntasögu- leg spor, með því að Strindberg varð einn helsti lærifaðir og átrúnaðargoð hinna ungu expressjónista, sem fóru þá mikinn jafnt í leiklist sem bók- menntum. Enda þótt margir fleiri kæmu við þá sögu en Max Reinhardt, verður ekki um það deilt, að framlag hans réð úrslitum. Á eftir Dauða- dansinum sviðsetti hann Draugasónötuna, Óveður, Pelíkanann og Draum- leik, og vöktu allar mikla hrifningu, ekki síst Pelíkaninn; Draumleikur þótti sumum verða full þungur í meðförum hans.11 Hvernig stóð á því að Strindberg fór svona vel í Þjóðverja á þessum árum? f ágætri bók um Strindbergs-sýningar Reinhardts vill Kela Kvam, prófessor í leiklistarfræði við Kaupmannahafnarháskóla, tengja viðtökurnar því ógn- þrungna andrúmslofti sem ríkti meðal þeirra í skugga heimsstyrjaldar og síðar efnahagskreppu.12 Strindberg hafi birst þeim sem eins konar dóms- dagsspámaður, niðurrífandi þá forhertu efnishyggju og einfeldningslegu framfaratrú 19. aldar sem sá nú tálsýnir sínar brenna til ösku í eldi styrjaldar- bálsins. Samkvæmt lífssýn hans - eins og Reinhardt túlkaði hana á leiksvið- inu - hafi tilveran ekki verið annað en illur draumur, martröð, og eina vonin endurlausn eftir dauðann. Með hnitmiðaðri beitingu allra myndrænna þátta - leikmyndar, lýsingar, búninga o.s.frv. - skapaði leikstjórinn yfir- þyrmandi stemningu feigðar og angistar, dró blóðsuguhátt og fordæðuskap persónanna miskunnarlaust fram, deyfði niður raunsæislegar eigindir leikj- anna til að hin martraðarkennda dulúð þeirra nyti sín sem best. Þetta var sá Strindberg, segir Kela Kvam, sem kom við hjartað í þýskum æskulýð og rótslitnum framúrstefnuhöfundum. Þegar Reinhardt kom með sýningar sínar í heimsókn til Svíþjóðar, var eins og Svíar væru í fýrsta sinn að sjá þessi verk og ekki laust við að sumum þætti þjóðarstolt þeirra bíða við það nokkurn hnekki.13 Nálgun Reinhardts hafði djúp áhrif á unga sænska leikstjóra, eins og Alf Sjöberg og Olof Molander, sem áttu báðir effir að skila mörgum ffábærum Strindberg-sýningum á löngum og glæstum ferli, þó að síðar færu þeir að vísu nýjar leiðir, einkum Molander. Með sviðsetningum sínum á Draumleik 1935 og Til Damaskus 1937 hafhaði hann myrkri og æsilegri dul Reinhardt-hefðarinnar, sem hafði þá sætt mikilli gagnrýni fyrir að einfalda skáldheim Strindbergs úr hófi fram.14 Um Draumleik Molanders skrifar Gunnar Ollén: „Strindberg Draumleiksins varð í uppsetningu hans sænskur Strindberg, sveimhugi í sænskum skerjagarði og Stokkhólmi aldamótanna. Allt hugarflug verksins varð því áhrifameira sem leikstjórinn forðaðist að ýkja það eða gera það spaklegt, heldur leyfði því að birtast sem sjálfsagður hlutur í veruleikanum miðjum. Dramatískur þróttur Draumleiksins naut sín til fullnustu hjá næm- um leikstjóra, sem bjó sjálfur yfir andlegu eirðarleysi Strindbergs.“15 72 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.