Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 19
.JARÐYRKJUMENN KOMANDI KYNSLÓÐA út frá fullyrðingunni um að þessi skipting stjórnaðist af lögmálum náttúr- unnar um erfðir og líffræðilega misþróaðar stéttir og kynþætti og vísuðu í bland í náttúruvalskenningar og lögmálskenningar um erfðir óháð um- hverfi. Arfbótamenn voru þeirrar skoðunar að rannsóknir á erfðum mannsins ættu að þj óna málstað þeirra og vera eitt af áróðursvopnunum í baráttunni fyrir hylli kynbótastefnunnar meðal almennings og stjórnvalda. Það bar að hagnýta upplýsingar um erfðir til að skilja þá genetískt hæfu ffá þeim gölluðu, fjölga þeim fyrrnefndu og fá þannig betra kyn manna, sem um leið þýddi efnahags- og menningarlegar framfarir í þjóðfélaginu. Raddir efasemdarmanna sem vildu afla meiri þekkingar á sviði erfðafræði áður en boðað væri að stjórnvöld ættu að stunda úrvalningar- og aðskilnar- stefnu undir kjörorðinu kynbætur, hlutu lítinn sem engan hljómgrunn framan af. Þegar tal um mannkynbætur féll í ónáð meðal meginþorra vestræns al- mennings um og upp úr seinni heimstyrjöld, sáu arfbótasinnar sitt óvænna. Annað hvort var að leggja upp laupana í baráttunni fyrir kynbótum eða fel- ast á bakvið önnur heiti. Niðurstaðan varð sú að sumir þeirra leituðu skjóls að baki erfðafr æðinni. Það voru hæg heimatökin þar eð nokkrir þeirra voru erfðafræðingar, og virtir sem slíkir. í þeirra huga átti erfðafræðin að verða arftaki arfbótastefhu í að afla vitneskju um erfðagalla mannsins með það að markmiði að sigrast á þeim. Athyglin beindist nú meir að erfðum sjúkdóma en enn sem fyrr lifði draumurinn um ræktun gáfumanna Hugmyndir um notagildi tækni kom snemma til sögunnar í kynbótaum- ræðunni. Mannræktarsinnum var tíðrætt um að erfitt væri að innræta fólki að fylgja kynbótahugsjóninni því fyrst þyrfti að sigrast á óstýrilátustu hneigðum mannsins, þ.e. ástar- og kynhvötinni. Á fjórða áratugnum voru uppi hugmyndir um að sneiða mætti hjá þessum annmörkum með hjálp tækninnar. Lausnin var tæknifrjóvgun. Með hennar hjálp gæti kona gifst þeim sem hún elskaði en átt barn með manni sem væri heppilegri til undan- eldis. Og það sem var enn mikilvægara, tæknilega séð væri hægt fá ótrúlegan fjölda barna undan örfáum karlkyns gáfuljónum og snillingum ef nógu margar konur fengjust til að vera sjálfboðaliðar í þessu göfuga verkefni. Tæknifrjóvgun gæti þannig orðið langtum árangursríkari leið til kynbóta en hið seinvirka hefðbundna hjónalíf. Sama mætti segja um glasafrjóvgun þar sem egg og sæði kæmi ffá efhilegum foreldrum. Eggfruman yrði frjóvguð á tilraunastofu og síðan grædd í aðra konu til að klára meðgönguna. Sú kona þurfti ekki að vera mjög merkileg frá sjónarmiði ræktunarmannsins þar eð hún væri aðeins hylki utan um barnið. Þannig mætti nýta frjósemi efnilegra TMM 1999:4 www.mm.is 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.