Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 80
JÓN VIÐAR JÓNSSON hugmyndum sínum.32 En þá er hætt við að lítið verði um neistaflug í dramanu, fái faðirinn ekki nauðsynlega viðspyrnu í úthugsuðum klækjum Láru í miskunnarlausri baráttu' þeirra um yfirráðin yfir dótturinni. Sex árum eftir Föður Þjóðleikhússins var röðin komin að Kröfuhöfum. Sá leikur er næstur í röð Strindbergs-leikja á eftir Föðurnum og Fröken Júlíu og skyldur þeim um margt. Persónurnar eru þrjár: Tekla, fyrrverandi eiginmað- ur hennar, Gústav fornmálakennari, og núverandi eiginmaður hennar Ad- olf, ungur listmálari með niðurfallssýki. Leikurinn lýsir því, hvernig Gústav, sem er ofurmennis-týpa úr móti Nietzsches, fluggáfaður, tilfinningakaldur og æðrulaus, tekst að koma fram hefndum á Adolf og Teklu. Hann leitar þau uppi þar sem þau dvelja á baðstað í sænska skerjagarðinum og sætir færis á meðan Tekla er í burtu til að ná valdi yfir Adolf og grafa undan trú hans á sambandi þeirra Teklu. Hann sýnir honum fram á hvernig Tekla hafi í raun lifað sníkjulífi á honum, nánast eins og mannæta, sogið úr honum blóð og merg. Leiknum lýkur þannig, að Adolf fær flogakast og deyr, en Tekla kastar sér yfir hann harmi þrungin. Tekla er enn eitt afbrigðið af „vítiskvendinu“, eins og Strindberg nefndi Láru, samviskulaus og hégómagjörn gála, sem er þó nógu skarpskyggn og viðsjál til að Gústav megi hafa sig allan við að gabba hana. Leikurinn var frumsýndur á stóra sviði Þjóðleikhússins í júní 1964 og var framlag leikhússins til Listahátíðar. Hann var aðeins sýndur einu sinni í það skipti, en tekinn aftur upp um haustið og þá á nýju sviði leikhússins í Lindar- bæ, sem átti síðar eftir að þjóna leiklistinni um áratugi. Dómar gagnrýnenda voru mun misjafnari en um Föðurinn; tveir þeirra voru mjög hrifnir, þeir Loftur Guðmundsson, þýðandi leiksins, og „Á.B.“ [Árni Bergmann], en aðr- ir heldur síður.33 Leikstjórnin er þannig talsvert gagnrýnd: Ólafi Jónssyni finnst leikurinn ganga „of þungt, of seint fýrir sig á sviðinu, áhersla hans dreifist í stað þess að koma öll á stígandina“, og Agnar Bogason er svipaðs sinnis, segir leikstjórnina of einfalda og stundum of þunga, saknar ljósbrigða sem gætu lagt áherslu á dramað og þykist vita, að leikendur hafi sjálfir ráðið of miklu um túlkun sína.34 Hinn sænsk-menntaði Ólafur Jónsson er ekki heldur ánægður með þýðingu Lofts Guðmundssonar. Segja má, að skoðanir gagnrýnenda á ffammistöðu leikendanna þriggja, þeirra Rúriks Haraldssonar (Gústav), Helgu Valtýsdóttur (Tekla) og Gunn- ars Eyjólfssonar (Adolf), gangi í svipaða átt. Það er helst að menn greini á um leik Gunnars, sem Árni, Loftur og Ólafur lofa, en Agnar og Sigurður A. finna svolítið að. Allir eru á einu máli um, að Rúrik Haraldsson sýni frábæran leik í hlutverki Gústavs, sem kemur sumum þeirra á óvart; Ólafur Jónsson játar t.d. að sér hafi ekki orðið ljóst „fyrr en af Billy í Táningaást [sá leikur var 78 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.