Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Side 29
- ÉG FINN ÉG VERÐ AÐ SPRINGA . . . til hjálpar við að njóta og tileinka sér verk þessa ágæta skálds. Hér verður stuðst við Ljóðasafn I - VIII, heildarútgáfu Heimskringlu á ljóðum Jóhann- esar en hún kom út í átta bindum á árunum 1972 til 1976 í umsjón Sigfúsar Daðasonar. Auk þess má nefna Vinaspegil, safn af ræðum og greinum Jó- hannesar, sem út kom 1965 undir ritstjórn Kristins E. Andréssonar. Þar sem vísað er í blaðsíðutal er miðað við þessar bækur. Aðalfyrirsögnin er tekin úr kvæðinu „Ég fmn ég verð“ í næstsíðustu bók skáldsins Tregaslag, bls. 14. í heimildaskrá eru nokkur önnur heimildarit nefnd. Hér verður fyrst og fremst athugað hvernig afstaða skáldsins til skáldskap- arins birtist í ljóðum þess og lausamáli. Aftur á móti verður ekki seilst til skáldsagna Jóhannesar, og ekki verður sérstök grein gerð fyrir skoðanaþróun hans. Stjórnmálaafstöðu hans mun óhjákvæmilega bera á góma, en ekki verður sérstök grein gerð fyrir henni heldur og vísast um það til „persónu- legrar minningar“ sem fylgir þessu lesmáli sem eftirmáli. II Margir kannast við hugmyndir um vindhörpuna, „Eólshörpuna". Þetta hljóðfæri var sett út eða í opinn glugga og liljómaði eftir því sem andvara eða vind gaf og breyttist hljómurinn með veðrinu. í goðheimum Grikkja fornu var Guð vindanna Aíolos - sem mætti stafsetja Eól - en grunnmerking nafnsins er „skjótur, síbreytilegur, kvikur.“ Að sumu leyti minnir þessi hugmynd á skáldskap Jóhannesar úr Kötlum, og ekki síður á skoðanir hans sjálfs á eigin skáldskap og hlutverki hans. Jó- hannes leit svo á að skáldskapurinn ætti umfram allt annað að þjóna mann- lífinu, ætti að þjóna „alþýðunni“ eða þjóðinni, og af hálfu skáldsins væri ljóðið og ætti að vera skerfur til mannlífsbaráttu, framlag í þágu „háleitra hugsjóna", og skáldskapurinn ætti eiginlega að vera fórn sem skáldið færir þessum hugsjónum og þjóð sinni. Eftir því sem breytingar verða í jarðnesku striti og baráttu mannanna á þá skáldskapurinn einnig að breytast og taka umskiptum - eins og hljómur vindhörpunnar. Mörg dæmi má nefna úr ljóðum Jóhannesar um þessa afstöðu hans til skáldskaparins. Framan af virðist þó sem honum hafi ekki þótt tilefni til að yrkja sérstaklega um slíkt, að honum hafi þótt það svo sjálfsagt mál að ekki þyrfti að taka það ffam. Hvert kvæðið af öðru í bókum hans ber með sér full- komna vissu um hlutverk og áhrif kveðskaparins til þess að breyta og bæta mannheim og samfélag. Yrkisefnin eru ótvíræð og kvæðin full af boðun og boðunarákafa. Á síðari skeiðum fer Jóhannes meira að yrkja beinlínis um skáldskap og kvæðagerð og um tilgang og áhrif skáldsins og þá er það gjarn- an í beinum tengslum við vaxandi efasemdir hans, ugg um samtíð og framtíð TMM 1999:4 www.mm.is 27
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.