Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 56
SVAVA JAKOBSDÓTTIR óæðri gerð af ímyndunarafli; imagination, ímyndunarafl, var hæfileiki skálds til að skynja eðli heimsins og nálgast það sem æðra var honum sjálf- um. Hið fyrra mætti skilgreina sem töfra eða hugarleik; hið síðara nálgast það að vera innsæi eða yfirnáttúrleg skynjun, jafnvel trúardulúð, sem nær hámarki í sameiningu mannsandans við guðdóminn. Svipaður skilningur virðist liggja að baki hjá Jónasi er hann gerir greinar- mun á ímyndunarafli skáldsins annars vegar og „skáldlegum hugmyndum" hins vegar en svo skilgreinir hann sköpunarsögurnar þrjár. I þessu sambandi má minna á ummæli hans þess efnis, að tvær séu leiðirnar til að sannfærast um, að lögmál náttúrunnar sé eilíft og óumbreytanlegt, annars vegar guð- rækileg skoðun hlutanna og hins vegar heimspekilegar rannsóknir. Orðalag- ið „guðrækileg skoðun“ er athyglisvert og mér virðist sem Jónas eigi þar við ímyndunaraflið í æðsta skilningi þess sem innsæi, jafnvel trúardulúð sem opni manninum sýn, ekki einungis á eðli heimsins heldur og á eðli guð- dómsins. Á íslandi var ef til vill ástæða til að leggja áherslu á að Guð beitti ekki náttúrunni gegn mönnunum af reiði sinni yfir syndsamlegu athæfi þeirra. Jónas gerir þarna ráð fyrir að guðrækileg skoðun, guðsþekking, og þekking á náttúrunni, geti átt samleið og birt okkur sannleika, hvor með sínu móti, vísindalegri eða heimspekilegri rannsókn og innlifun eða dulsæi þar sem skáldið verður fyrir opinberun í einhverri mynd. Þetta tengist og spurn- ingunni um virkni hugans, mátt orðanna. Skáldskapararfúrinn sem Jónas endurskoðar, endurspeglar trú forfeðr- anna á náttúruverur, galdra, afturgöngur og þess háttar lýð og ber ekki vitni um annað en hugarflug einstakra skálda, leikni þeirra í að töffa slíkt ffam. Slíkt mun hafa vegið létt á mælikvarða Fjölnismanna um það sem var satt, gott og rétt. Þessum hugmyndum teflir Jónas fram í Grasaferð og lætur þær gerast í ímyndun drengsins. Samanburður á Hulduljóðum og Ferðalokum virðist mér sýna muninn sem Jónas gerði á ímyndunarafli skálds og hins sem lét eigin geðþótta og gamlar hefðir ráða. í Hulduljóðum koma ffam hugmyndir sem gegnsýra trú forfeðra okkar. Náttúran er kvik og viðbrögðum Huldu er lýst eins og skáldið hafi töfrað fram lifandi veru. Svipur Eggerts Ólafssonar kemur upp úr sjónum. Annað hvort er skáldið skyggnt eða fær hugarsýn sem ratar aðeins óbeint til lesand- ans, í frásögn, ekki mynd. Það er athyglisvert að í upphafi þessa verks segir Jónas: „Skáld er ég ei. ..“ eins og hann vilji gefa til kynna að hið æðra stig ímyndunaraflsins sé ekld að verki í þeim tilþrifum sem beitt er í Hulduljóð- um. I Ferðalokum koma hughrif og hugrenningar í stað myndhverfmga og virkja huga lesandans. Staðlaðar myndhverfingar og goðkynjaðar persónur verða að mennsku fólki í venjulegu hversdagsumhverfi, til dæmis Grasaferð. 54 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.