Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 43
ÉG FINN ÉG VERÐ AÐ SPRINGA . . . ur. Hér var áður vitnað til þeirra orða hans að ekkert í mannlegri tilveru sé listinni óviðkomandi. í erindi á bókmenntakynningu árið 1960 vitnar Jó- hannes til nokkurra ungra skálda. Þar segir hann m.a.: „Hvernig á þá íslenzkt nútímaljóð að vera, ekki einungis til þess að geta talizt fullgild list, heldur líka frjóvgari nýrrar alþýðumenningar og hlutgengt blóm í hinum veðrasama garði heimsmenningarinnar?“ (Vinaspegill,bls.208). Síðar í sama erindi seg- ir hann: „En er það ekki keppikefli hvers einasta skálds að ná sambandi við mannssálir og mannshjörtu? Og eigi maðurinn á annað borð sjónskerpuna, skynjunina, sköpunarmáttinn sem gerir hann að skáldi - er þá ekki hjartaþelið sá rauði þráður sem bezt leiðir galdur ljóðsins inn í vitund ann- arra manna?“ (Vinaspegill, bls. 211). Jóhannes slær hvergi af skoðunum eða kröfum sínum, en hann lastar ekki aðra fyrir önnur sjónarmið og hann gerir ekki lítið úr vanda og viðhorfum ungu skáldanna. Þvert á móti setur hann sig í spor þeirra og rökstyður málstað þeirra á ýmsa lund í þessu erindi og víðar. í ólíkum sjónarmiðum og bókmenntastraumum sá hann nefnilega vitnis- burð um einlæga viðleitni til að mæta breytingum mannfélagsins, endur- spegla þær og hafa áhrif á framvinduna. Guðni Elísson hefur lýst samhengi og þróun í ljóðagerð Jóhannesar úr Kötlum. Hann segir m.a.: „Ef eitthvað er, verður byltinga- og baráttukveð- skapur Jóhannesar dýpri og margræðari eftir því sem á líður eða með Sjö- dægru ogþeimbókum sem hennifylgdu“ (GuðniElísson, 1986).OgHalldór Guðmundsson telur einnig að Jóhannes hafi ævinlega varðveitt og ræktað kjarna fýrri sjónarmiða og ekki gengið til fulls til liðs við módernísk viðhorf. Halldór víkur að gagnrýni Einars Braga um Sjödœgru í Birtingi en þar hafði komið ffam að Jóhannes yrkir ekki „hrein nútímaljóð“ og heldur áfram að skírskota út fyrir ljóðin til mannfélags og ytri aðstæðna. Væri fróðlegt að bera gagnrýni Einars Braga saman við umfjöllun Bjarna Benediktssonar frá Hofteigi. Halldór Guðmundsson kemst m.a. svo að orði: „Afdráttarlausri sannfæringu sinni um gildi þjóðlegra verðmæta og bændamenningarinnar deilir Jóhannes ekki með módernistum hinna stærri þjóða, gildiskreppa hans er önnur en þeirra“ (Halldór Guðmundsson, 1978). Jóhann Hjálmars- son kemst að sömu niðurstöðu, að Jóhannes hafi verið hefðbundið skáld og um leið gert þróttmiklar tilraunir til að finna listinni nýjan farveg (Jóhann Hjálmarsson, 1971). Niðurstaða þessara hugleiðinga verður sú að Jóhannes varð aldrei heils- hugar módernisti. Hann hvorki vildi né gat nokkru sinni sætt sig við firringu, tómleika og það tilgangsleysi sem gjarna hefur þótt fylgja viðhorfum módernistanna. Hann vildi ekki og gat aldrei sleppt þeirri hugsun að skáld- skapurinn hefði - eða ætti að hafa - samfélagslegt og siðferðilegt gildi og áhrif. Og hann vildi aldrei slíta sig frá hugmyndum og skoðunum sem voru TMM 1999:4 www.mm.is 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.