Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 11
ERFÐIR OG ATLÆTl Andstætt Darwin höfðu þessir fræðimenn kenningu Mendels um erfðir að styðjast við. Þróunarkenning í anda Darwins og erfðafræði Mendels leiddu til hins „stóra samruna“ þróunarfr æði og erfðafr æði sem hefur orðið viðtek- inn í líffræði 20. aldar. 14 Þrátt fyrir þekkingu sína á Darwinisma og erfða- fræði Mendels sem Björg gerir grein fyrir í verki sínu Lífþróun heldur Björg fast í kenningu Lamarcks um erfðir. Helsti talsmaður Ný-Darwinisma sem Björg deilir á er August Weismann. Gagnrýni hennar á Weismann skýrist að verulegu leyti af hinu ff æðilega um- hverfi í Frakklandi sem mótaði hana. Darwinismi náði ekki fótfestu og var Ný-Lamarckismi allsráðandi meðal franskra fræðimanna á sviði lífvísinda á fyrri hluta aldarinnar. Kenning Bjargar var sérstakt afbrigði Ný-Lamarck- isma sem má auðkenna sem „sálrænan Lamarckisma". Ekki einasta gerir þessi tegund af Lamarckisma ráð fyrir að áunnir eiginleikar gangi að erfðum. Maðurinn getur í kraffi vilja síns og vitsmuna einnig haft áhrif á framþróun erfðanna. Hér er því ekki um nauðhyggju erfða að ræða. Til þess að gera greinarmun á ólíkri skoðun á erfðum innan Ný-Darwinisma sem styðst við erfðaffæði Mendels og Ný-Lamarckisma er talað um „harðar erfðir“ og „mjúkar erfðir“. Ástæðuna fyrir því að Björg aðhyllist kenningu um „mjúkar erfðir“ má rekja til heimspeki hennar, sem er sambland af náttúruheimspeki og líf- heimspeki. Þetta er náttúruheimspeki vegna þess að Björg greinir inntak, starfsemi og markmið hinnar lifandi náttúru sem andi og vitsmunir manns- ins eru hluti af. Þetta er lífheimspeki vegna þess að Björg leggur hina þekktu kenningu Bergson um lífskraftinn („élan vital“) til grundvallar skoðun sinn á sköpunarmætti lífsins.15 Hinir skapandi kraffar manna og annarra lífvera gera þeim kleift að dómi Bjargar að vera gerendur í þróun lífsins. í kraffi vits- muna og vilja getur maðurinn stuðlað að þróun í átt að fullkomnara lífi. Björg lýsir sköpunarmættinum með hugtakinu „samúð“, en hún skil- greinir samúð annars vegar sem næmi (taka við) og hins vegar sem örvun eða viðbrögð lífverunnar við umhverfi sínu. Allar lífverur eru samúðarverur í þessum tvíþætta skilningi; þær taka við áreiti og gefa frá sér áreiti. Björg byggir þessar hugmyndir að verulegu leyti á hinni heimspekilegu mannfræði Max Scheler, höfundar bókarinnar Eðli og gerðir samúðarinnar sem kom út árið 1912.16 Maðurinn er samúðarvera sem lifir sig inn í ástand annarra („Einfuhlung"), og lætur aðrar lífverur og umhverfi sitt virka á sig. Þótt Björg reisi ekki siðffæði á þessari kenningu um samlíðunarhæfni mannsins, eins og Scheler gerir, gefur samúðarhugtakið heimspeki hennar óneitanlega siðfræðilega vídd. Ef maðurinn er samúðarvera hlýtur Björg að hallast að því að maðurinn hafi í sér forsendur til að finna til með öðrum og breyta sam- kvæmt því rétt og vel gagnvart öðrum mönnum, eins og öll „samúðarsið- TMM 1999:4 www.mm.is 9
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.