Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 58
SVAVA JAKOBSDÓTTIR í þessu má sjá sama orðalag og notað er í Grasaferð í lýsingunni á stóra bjarginu þegar grjóthrunið verður við komu mannsins uppi á tindinum. Sé skírskotunin tvöföld þá eiga samleið tilvísun í Paradísar missi og tilvísun í helgisögu sem geymir hugsanlega kristna útleggingu á hlutverki hugans úr annarri, ef til vill heiðinni, tegund skáldskapar. Síðan verður svipuð lýsing að þjóðsögum. Orðalag Jónasar er hann lýsir falli stóra bjargsins minnir sterk- lega á lýsingu helgisögunnar og atvikið er að auki tengt hug drengsins í text- anum. Drengnum sárnar við Hildi og hann ætlar að borga með meiðyrðum en í stað meinyrða kemur eftirfarandi setning: „í sama bili heyrðum við voðalegan dynk rétt fyrir ofan okkur... í þessu vetfangi flaug stóreflis bjarg fram hjá okkur; það hófst í háaloft... en dynkirnir ukust nú um allan helming . . . og síðar: „en þó ég raunar væri hræddur, sá ég samt að steinninn var floginn fram hjá...“ Orðin dynkir er tvítekið og tilvísanir í flug eru eftirtekt- arverðar með hliðsjón af textanum í helgisögunni „Eitt æfintýr af Adam“. Hér blandast vísanir í hina kristna tilvísun í Paradísar missi, sbr. reykjar- lykt og brennisteinn, og vísun í sögu um ára sem fer jafnhratt og hugur manns. Hvorttveggja er sett í eftirtektarvert samhengi í Grasaferð. Meinyrð- in í huga drengsins eru meðal þess sem hrindir atburðarásinni af stað. Mað- urinn á tindinum er því birtingarform mannshugans, illur huggervingur, og er sú vísun jafngild vísuninni í himins útlaga Paradísar missis. Þjóðsögurnar sem byggjast á sama þema og Jónas notar, flokkast undir heitið Refsidómar Drottins.2 - En Jónas vinnur úr bókmenntum og lærð skáld á hans tíma hafa þekkt þessar tilvísanir og vitað hvað Jónas var að fara í skáldskaparkennsiu sinni. Og þegar skáldskaparkennarinn Hildur í Grasaferð fullyrðir að úti- legumaður drengsins sé farinn, þá sýnir hin tvöfalda skírskotun að hún á við að djöflarnir, í hvaða birtingarformi sem er, eigi að hverfa úr skáldskap, enda áréttar Jónas slíkt í Ferðalokum og öðrum kvæðum sínum. Merking skáld- skaparmálsins virðist vera sú, að virkni hugans og birtingarform eða per- sónugerving hugtaka og náttúru sem fylgdi trú forfeðranna á hina kviku jörð, beri ekki vott um skáldlegt ímyndunarafl. Hugur mannsins sem virkt hreyfiafl í sögum er því úrelt og ótrúverðugt skáldskaparbragð. Og erki- fjandinn er brottrækur úr hugmyndasmiðju verðandi skálds og ef til vill einnig úr huga myrkfælins drengs á íslandi. Sem raunvísindamaður kemur Jónas því á ffamfæri að heimurinn lúti föstum og órjúfandi lögum.3- Mannshugurinn haggar ekki lögmálunum. Það breytir þó engu um þá staðreynd að í helgisögunni „Æfmtýri af Adam“, er hugur manns fljótari en fugl eða ferfætt dýr. Hugurinn getur því sparað stórfé með því að upphefja mælanlegan tíma. Það minnir okkur vit- anlega óþyrmilega á þá staðreynd að hugarvinna er ódýr og greiðslan í engu samræmi við gildi þess dýrmætis sem fært er heim! Ástæða er samt til að líta 56 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.