Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 110
RITDÓMAR En hvað sem líður veikleika þessa reyfarakennda hluta Parísarhjóls Sigurð- ar Pálssonar er ljóst að með þessari fyrstu skáldsögu sinni hefur Sigurður hvatt sér hljóðs með eftirtektarverðum hætti á þessu áður ónumda landi bókmennt- anna í hans höfundarverki - og verður spennandi að sjá hvar hann ber niður næst. Sojfía Auður Birgisdóttir Byssuskot í þoku Sveinn Skorri Höskuldsson: Svipþing, minningaþœttir. Mál og menning 1998.264 bls. Frægur franskur sagnfræðingur velti því einu sinni fyrir sér hvers vegna menn fyrri alda hefðu verið jafn gjarnir til ofsa- fenginna geðbrigða og heimildir ffá ýmsum tímum, svo sem miðöldum og næstu öldum á eftir, gefa til kynna. Skýring hans var sú, að þetta ójafnvægi sálarinnar, sem gat birst í tilefnislitlum ofbeldisaðgerðum og heiftarlegri iðrun eftir á, snöggum sinnaskiptum og slíku, hefði verið bein afleiðing af lífskjörun- um: á þessum tímum hefðu menn sem sé ekki haft nokkurt minnsta skjól fýrir árásum náttúruaflanna, kulda, hita og myrkri, þeir hefðu lifað við matarskort á sumum árstímum, hneigst síðan til óhóflegs ofáts þegar nýmeti var fáanlegt, og yfirleitt hefði öryggisleysið verið mjög mikið. Eftir þessu hefðu viðbrögð þeirra farið. En þessari kenningu var síðan mót- mælt. Því var haldið fram að hún útskýrði einungis hvernig við 20. aldar menn kynnum að bregðast við, ef okkur væri skyndilega kippt burt úr þeirri ver- öld þar sem ekki þarf annað en kveikja á lampa og skrúfa frá ofni til að fá bæði hita og ljós að vild og við sett beint inn í skjól- leysi fýrri alda. Af slíkum getum væri hins vegar ekki hægt að draga neinar ör- uggar ályktanir um sálarlíf manna sem hefðu verið fæddir og uppaldir við þessar aðstæður og ekki getað ímyndað sér neitt annað. Hvað sem kenningunni líður, er mótbáran athyglisverð. Það er hægt að vera með alls kyns bollaleggingar um sál- arlíf manna á fýrri öldum, menn geta velt fyrir sér áhrifum umhverfisins á það og reynt að skilgreina þann sjóndeildar- hring sem takmarkaði þau, en eitt er ekki leyfilegt, svo notuð sé gróf samlíking: við getum sem sé ekki litið á viðbrögð barna í dag ef þau væru neydd til að drekka mysu og dregið af þeim einhverjar álykt- anir um kvalræði kókleysis á fyrri öld- um. Þessi skoðanaskipti er gagnlegt að hafa í huga, ef menn ætla að vega og meta íslenskt mannlíf á fýrri öldum. Það hefur verið mikil lenska að undanförnu, eins og kunnugt er, að gera miskunnarlaust upp sakirnar við sveitaþj óðfélag á f slandi fýrir atvinnubyltinguna á fjórða áratug þessarar aldar, og hefúr því verið lýst sem e.k. helvíti harðræðis, sultar, ofbeldis og kúgunar, stundum með samanburði við borgarmenningu á meginlandi Evrópu á sama tíma (eða hugmyndir þessara gagnrýnenda um hana): hafi myrkur stöðnunarinnar grúft yfir vötnum íslands öldum saman og hulið ekkasog hnípinnar þjóðar, meðan fjörlegt göngu- lag framfaranna var leikið á fíólín og lúðra við hlátrasköll í björtum sölum er- lendra halla... En önnur mynd er líka til, og því er á þessar deilur drepið, að hún kemur mjög skýrt ffam í minninga- þáttum Sveins Skorra Höskuldssonar sem hann nefnir „Svipþing“, og mætti jafnvel hafa sem nokkurs konar mótvægi við sumt af því sem sagt hefur verið og skrifað um fýrri aldir. „Svipþing" er óvenjuleg bók, og skal viðurkennt að hún er ekki alltaf auðlesin, a.m.k. ekki fyrir malarbörnin. Markmið höfundar er að segja söguna af forfeðr- 108 www.mm.is TMM 1999:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.