Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 65
JÁRNKROSSINN löngu þar til þær voru komnar langt á undan. Þegar þær voru horfhar úr augsýn, varð honum ljóst að hann var of óttasleginn til þess að flýja burt, hins vegar bað hann þess heitt að þær gerðu það. Hann nam stað- ar og kastaði af sér vatni. Hann bar skammbyssuna í buxnavasanum, fann fýrir henni gegnum næfurþunnt efnið. Þegar hann hraðaði sér á eftir konunum slóst skotvopnið við lærið í hverju skrefi. Gangur hans varð hægari. En þegar hann seildist ofan í buxnavasann, af því að hann ætlaði að fleygja skammbyssunni, kom hann auga á konu sína og dótt- ur. Þær biðu hans á miðjum veginum. Hann hafði ráðgert að láta til skarar skríða inni í skóginum, en hér var hættan á að skothljóðin heyrðust einnig hverfandi. Þegar hann dró upp skammbyssuna og tók öryggið af, hljóp konan kjökrandi upp um hálsinn á honum. Hún var þung og hann átti í vandræðum með að hrista hana af sér. Hann gekk að dótturinni, sem starði á hann, bar skammbyssuna að gagnauga hennar, lokaði augun- um og tók í gikkinn. Hann hélt að byssan myndi standa á sér, en hann heyrði skothljóðið, sá að stúlkan riðaði og féll loks til jarðar. Konan æpti og skjálftakippir fóru um hana alla. Hann varð að halda henni. Hún þagnaði ekki fyrr en við þriðja skot. Hann var aleinn. Nú var enginn til þess að skipa honum að beina byssukjaftinum að sjálfum sér. Hinir dauðu sáu hann ekki, enginn sá til hans. Hann stakk skammbyssunni í vasann og laut yfir dóttur sína. Svo tók hann til fótanna. Hann hljóp til baka, alla leið upp á veginn og spölkorn eftir honum, þó ekki í átt til borgarinnar, en í vesturátt. Loks settist hann niður í veg- arkantinum, hallaði sér upp að tré og hugsaði sitt ráð og dró þungt andann. Honum þótti staða sín ekki með öllu vonlaus. Nú yrði hann að hlaupa áfram, hlaupa í vestur og forðast nærliggjandi bæi og þorp. Hann myndi láta sig hverfa einhversstaðar, helst í stórborg, verða sér úti um nýtt nafn, gerast ókunnur flóttamaður, venjulegur og vinnu- samur. Hann fleygði skammbyssunni í vegarskurðinn og stóð á fætur. Þegar hann var kominn af stað mundi hann allt í einu eftir því að hann hafði gleymt að fleygja Járnkrossinum. Hann gerði það. Bjarni Jónsson íslenskaði. TMM 1999:4 www.mm.is 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.