Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Blaðsíða 61
SKÁLDSKAPUR OG FRÆÐI grímsson gerir í Ferðalokum. Ég tel að það sé lykilatriði að lesa úr margræðni texta í skáldskaparmálum og átta sig á því að allar merkingar eru jafngildar, hvort sem þær eru heimspekilegar, goðfræðilegar eða kristnar. í Ferðalokum eru þær fléttaðar saman - og greiddar sundur - á listilegan hátt, en það má ef til vill hugsa sér að í epískri sögu megi setja þræðina í tímaröð. Hvor aðferðin sem notuð er sýnir stigmagnandi þroska manns og mannkyns. Og áreiðan- lega gætu eftirkomandi skáld unnið einungis úr einum þræði ef þeim sýndist svo og greint þannig sundur andlegan skáldskap og veraldlegan. í upphafí Háleygjatals vísar Eyvindur skáldaspillir í skáldskaparmjöðinn og flug Óðins er hann brá sér í arnarham. Hann tengir einnig saman mjöð- inn og Surt úr Sökkdölum.6 í framhaldi af vísun Eyvindar skáldaspillis - og Völuspá - ætla ég að vitna í annað og þriðja erindi Ferðaloka. í öðru erindi Ferðaloka, er skáldmælandi hyggst fara á vit ástarstjörnu sem skín á bak við ský, segir svo í síðari helmingi erindisins „Hlekki brýt ég hugar / og heilum mér / fleygi faðm þinn í“. Og þriðja erindi hefst svo „Sökkvi eg mér og sé ég / í sálu þér / og lífi þínu lifí“ Hér vekja sagnirnar fleygi og sökkvi athygli. Skáldmælandi Ferðaloka fer tvær leiðir samtímis í gagnstæðar áttir: hann brýtur af sér hlekki hugans og fleygir sér en það minnir á orðið fleygur, og flug fuglsins bæði í sambandi við skáldskaparmjöðinn og samlíkinguna um hugann sem fugl í ævintýrinu um Adam. Þá sökkvir hann sér og minnir það á Sökkdal og Sökkvabekk þar sem Óðinn sat löngum með Ságu. Með þessum vísunum skapar Jónas hæð og dýpt rýmisins í Ferðalokum þegar í upphafi, en orðið sökkvi hefur tvöfalda skírskotun og er upphaf að þriðja söguþræðinum, sem eru endurminningar sveinsins í djúpa dalnum og jafnframt hugmyndafræðileg umritun fyrir jarðvist og útlegð þess sem þráir fýrra gullaldarskeið. Hér eru þrjár skáldleg- ar leiðir, þrenns konar hugmyndafræði og þrír gerendur. Þegar skáld flýgur eða sökkvir sér, er tilgangur hans sá að sækja nýja jörð og nýja sögu sem er jafnframt endurheimt. Enn er þó eftir sviðið hið æðsta en það verður ekki rakið hér. Jafnvel þótt hliðstæður þessar séu áhugaverðar, stæðist ekki sú tilgáta mín að Völuspá væri grundvallarrit skáldskaparmála og forrit skálda eins og mér þykja vinnubrögð Jónasar Hallgrímssonar gefa tilefni til að ætla nema skáld- skaparmjöðinn sé að finna í Völuspá, svo samgróinn sem hann er allri hugmyndafræði skáldskaparins. Ég tel mig geta sýnt fram á að skáldskapar- mjöðinn sé einmitt að finna í Völuspá en þá hlýt ég að halda á lofti stafréttu handriti Konungsbókar. í fimmta erindi Völuspár segir: Þat man hún fólc víg / fyrst í heimi / er gull veig / geirum studdi / ok í höll Hárs / hana brenndu. Skýrendur hafa haft til- hneigingu til að túlka gull veig(u) sem konu, tákn ágirndar eða jafnvel norn! TMM 1999:4 www.mm.is 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.