Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1999, Page 26
TORFl H. TULINIUS lík. En hún er ekki manneskja, hún er afurð stórkostlegrar tæknigetu okkar og óseðjandi þrár sem hefur snúist upp í sjálfshatur. Þessa ólíklegu sýn Houellebecq ber að sjálfsögðu að taka með varúð, enda er töluverð íronía í framsetningu hennar. Reyndar hefur hann tiltölulega lít- inn áhuga á þessu nýja mannkyni sem er svo ólíkt okkur. Hann setur hana fram sem tilgátu um hvert stefnir í menningu okkar, tilraun til að komast til botns í því hvað drífur þessa öru þróun áfram. Þetta sést best á því hvað það er sem hvetur persónuna Michel til að vinna að rannsóknum sínum. Þær eru á mörkum skammtafræði og erfða, og snúast um innbyggðan óstöðugleika öreindanna sem frumeindirnar standa saman af, en þær eru grunneiningar alls efnis og þar með byggingarefni lífsins. Með rannsóknum sínum sannar hann að dauðleiki mannsins býr í óstöðugleika efnisins. Jafnframt tekst hon- um að leggja grunninn að hönnun nýs erfðaefnis sem gerir manninum kleift að yfirvinna dauðleikann. Hann vinnur markvisst að því að gera manninn ódauðlegan. En sjálfur er hann fúllkomlega ófær um að lifa lífinu. Skakkaföll í frumbernsku hafa gert hann ófæran um að elska. Hann kann ekki að skríða út úr eigin skel til að tengjast annarri manneskju, þótt hann finni jafhframt ríka þörf til þess ein- hvers staðar djúpt í sálarlífinu, þar sem hæfileikinn til samlíðunar bærist ennþá með honum. Rannsóknir hans eru því knúnar áfram af mikilli óham- ingju, höfhun á mannlegu hlutskipti og óbeit á manninum sjálfum. Hann er tákn þeirrar sýnar sem Houellebecq færir okkur á hlutskipti mannsins á þeim tímamótum í sögu hans sem árþúsundamótin og tilkoma genabylting- arinnar sannanlega eru. Hann er fulltrúi okkar sem höfum náð ótrúlegri getu til að hafa áhrif á efnisheiminn, og erum í þann veginn að fara að geta umbreytt okkur sjálf með tilkomu erfðatækninnar. Jafnframt hefur okkur mistekist að öðlast nægjanlegan skilning á sálarlífí oklcar og menningu til að tryggja okkur sæmilega farsælt og ánægjulegt líf. í staðinn knýr okkur þrá eftir fullkomleika en hún er ekkert annað en þrá eftir að vera eitthvað allt annað en við erum. Ef til vill segir skáldsagan Öreindirnar að okkur sé nær að læra að meta okkur sjálf og hvert annað, að njóta þess að vera til, jafnvel þótt það vari ekki til eilífðar. Fyrirlesturfluttur 16. október 1999 á Hugvísindaþingi. 24 www.mm.is TMM 1999:4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.