Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 25
AÐ VELJA SJÁLFAN SIG
þunglyndis og örvæntingar. Lífsmáti hans felur það í sér að hann getur aldrei
öðlast nema „stundarfrið í eigin yfirborði“16; hann getur haldið örvænting-
unni og leiðanum frá um stundarsakir, en þau eru samt hlutskipti hans. í
rauninni þolir hann ekki hið hversdagslega líf því að það einkennist af end-
urtekningu og á því verður hann strax leiður og heimtar eitthvað nýtt og
spennandi. Hann er því stöðugt vansæll. Því að „sá einn verður hamingju-
samur, sem ekki blekkir sjálfan sig með því að halda, að endurtekningin sé
eitthvað nýtt. Haldi hann það, verður hann leiður á henni.... Sá, sem valdi
endurtekninguna, liíir. Hann hleypur ekki eins og smásveinn effir fiðrildum
eða tyllir sér á tær til að gægjast eftir dýrð og dásemdum heimsins, því hann
þekkir þær“.17 Sá sem hleypur sitt æviskeið eins og „smásveinn eftir fíðrild-
um“ mun aldrei öðlast lífsfyllingu því að hann hleypur án afláts burt frá
vandanum sem hrjáir hann, burt frá sjálfum sér. Þótt fagurkerinn hafi séð í
gegnum blekkingar hins borgaralega lífs og fyrirlíti það, þá er hann samt sem
áður háður því. Hann skilur sjálfan sig í andstöðunni við það en mótar ekki
sjálfstæða lífsstefnu á eigin forsendum. Líkt og tilvera broddborgarans er allt
líf fagurkerans bundið hinu ytra—hann hefur enga rækt lagt við sinn innri
mann. Ef hann gerði það, knúinn af þeirri nauðsyn að bjarga sjálfum sér úr
sálarháska lífsleiðans, væri hann ekki lengur fagurkeri heldur hefði hann
snúið inn á braut hins siðferðilega lífs.
ÍV
Við höfum séð að broddborgarinn og fagurkerinn eiga það sameiginlegt að
velja ekki sjálfa sig. Broddborgarinn finnur sig með því að týna sér í hinu ver-
aldlega vafstri, en fagurkerinn leysist upp í leitinni að landinu fagra þar sem
hann gæti verið síánægður án þess að leggja neitt af mörkum sjálfur. En þeg-
ar þessir menn lenda í lífskreppu af einhverju tagi verða þeir að horfast í augu
við sjálfa sig og gera eitthvað í sínum málum. Þeir neyðast til að taka sig sam-
an í andlitinu og taka grundvallarákvörðun um líf sitt. Slík ákvörðun er lyk-
illinn að því sem Kierkegaard kallar hið siðferðilega líf. Hinn siðferðilegi
maður velur sjálfan sig sem einstakling. Þetta þýðir ekki að maður geti valið
sig að vild sinni; þvert á móti felur hin siðferðilega ákvörðun það í sér að ein-
staklingurinn velji sig eins og hann er og vilji sig eins og hann er. Sömu hugs-
un mætti orða þannig að maður sættist við sjálfan sig og taki ábyrgð á
sjálfum sér. Þetta er því stór áfangi í því tilvistarverkefni, sem ég ræddi í upp-
hafi, að verða einstaklingur og það krefst bæði hugrekkis og heilinda. Það
krefst þó fyrst og síðast skuldbindingar sem hvílir á ábyrgum persónuleika
einstaklingsins sjálfs en ekki bara á félagslegum forsendum broddborgarans.
TMM 2000:4
malogmenning. is
23