Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 75
SAFNGRIPIR
ekki að verða þröngt um okkur. Og kannski var ekki verra að hafa fé-
lagsskap, ég tala nú ekki um ef ég yrði andlaus.
Við verðum bara að gæta þess að koma okkur upp ákveðnum um-
gengnisreglum, sagði ég. Svo það komi ekki upp leiðindi.
Fyrir alla muni. Það verður hver að þrífa sín bremsuför.
Það er nýstárlegt að búa á vinnustað, en þó ekki. Faktorshúsið féll að
vissu leyti undir starfssamning minn, það var hluti Byggðasafns Vest-
íjarða, en var um leið heimili mitt. Þannig hafði ég umsjón með sjálfri
mér, þótt ég lyti öðrum.
Það var líka fremur óvenjulegt að vera umkringd munum sem ekki
voru mínir. Á veggjunum héngu myndir sem ég hefði seint sett upp
heima hjá mér. Jón Sigurðsson var þarna í sínu fínasta pússi og á móti
honum Vigdís Finnbogadóttir, eins og þau væru að tala saman, en
Hannes Hafstein lá á hleri ásamt landshöfðingjum og kaupahéðnum
Ásgeirsverslunar. Fyrst í stað fannst mér ég vera boðflenna í þessu
samkvæmi.
Þau eru þægileg í umgengni, sagði Andi. Maður venst þeim fljótt.
Þau gera sig að minnsta kosti heimakomin, sagði ég.
Hér eiga þau heima.
Kannski það. En ferlega finnst mér óþægilegt að geta ekki sett neitt
upp af myndunum mínum.
Það venst fljótt. Eftir smátíma gætirðu ekki hugsað þér annað
veggskraut, sannaðu til.
Svo er það annað sem bögglast fyrir mér, segi ég.
Hvað er það?
Þú verður að afsaka, kannski er ég bara eitthvað verri.
Af hverju ættirðu að vera það?
Ég get ómögulega komið því fyrir mig hvar ég hef séð þig. Þú ert eitt-
hvað svo kunnuglegur?
Við vorum saman í skóla, manstu það ekki? I gaggó.
Er það?
Vorum í sama bekk, þú sast við gluggann, ég við vegginn. I þriðju
röð. Við sátum bæði í þriðju röð.
Já, það er rétt hjá þér, ég sat í þriðju röð. Ferlega er þetta skrýtið.
TMM 2000:4
malogmenning.is
73