Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 38
JÓHANNA ÞRÁINSDÓTTIR
J.P. Mynster Sjálandsbiskup (1775-
1854). Ljósmynd frá 1850.
krafti fjarstæðu, hins vegar að sýna
fram á að Kierkegaard gefi ranga
mynd af riddara trúarinnar í Ugg og
ótta. Hann lýsir jafnffamt yfir furðu
sinni á því að enginn guðfræðingur
skyldi verða fyrri til að mótmæla slík-
um skoðunum á þeim sjö árum sem
liðin eru frá því að Uggur og ótti kom
út (1843). Riti Magnúsar lýkur á við-
bót eða effirmála. Þar fjallar hann um
skoðanir eðhsffæðingsins H.C. Örsteds
á trúmálum eins og þær koma fram í
riti hans Aanden i Naturen. örsted
var, eins og Magnús sjálfur, fulltrúi
skynsemishyggju (rationalisma) og
telur Magnús að Örsted sameini á
óyggjandi hátt trú og vísindi í ofan-
greindu riti sínu.
Fjarstœðan
Magnús telur Kierkegaard til tekna að hafa með riti sínu, Ugg og ótta, hrist
svo um munar upp í andlegum doða dönsku kirkjunnar. Hann telur, líkt og
Kierkegaard, að trú Abrahams og fornar trúarhefðir geymi rétta afstöðu til
trúar. Þess vegna stílar hann rit sitt ekki eingöngu á kristna, heldur líka gyð-
inga og múhameðstrúarmenn, eða alla þá sem trúa á einn Guð og þekkja
eitthvað til föður Abrahams. Hann kveðst treysta því að enn séu þó einhverjir
á meðal kristinna manna sem trúi upp á gamla móðinn og séu ekki svo þræl-
bundnir af tíðarandanum að þeir liggi óhagganlegir við lífsakkeri nýtísku
trúar. Þar á Magnús við hugspekilega trúfræði í anda Hegels. Hann telur að
þar setji guðffæðingar smáatriði á oddinn í stað þess sem mestu skiptir:
Trúna á Guð, almætti hans, speki og náð, traust á honum og hollustu við vilja
hans, ásamt kærleikanum til náungans.
Þótt Magnús telji að Kierkegaard leggi með Uggogótta fram drjúgan skerf
til að upphefja og róma trúna, þá skjátlist honum þó hrapallega þegar hann
heldur því fram að hreyfiafl trúarinnar sé fjarstæða, enginn sanntrúaður
maður geti samþykkt fjarstæðu sem trúarlegan grundvöll.
Magnús bendir á að einn af kirkjufeðrunum hafi þegar í frumkristni gerst
talsmaður þeirrar frumreglu að trúin byggist á fjarstæðu með því að segja:
Credo quia absurdum (ég trúi af því að það er fjarstæða). Setning þessi er
36
malogmenning.is
TMM 2000:4