Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 151
RITDÓMAR
fullgerir þá íronisku vídd sem hvarvetna
er á sveimi í textanum. Þó söguefiiið sé í
rauninni grafalvarlegt og varði líf og ör-
lög íslensku þjóðarinnar nær höfundur-
inn að fjalla um samtímaveruleikann
með þeim hætti að lesandinn skemmtir
sér ágætlega um leið og hann skilur ýmsa
hluta samfélagsins í óvæntu samhengi.
Gunnlaugur Ástgeirsson
Byggingarlist á bók
Birgit Abrecht, Arkitektúr á íslandi — leiðarvísir,
Mál og menning/DVA 2000,324 bls.
Leiðsögn um íslenska byggingarlist, Arkitektafélag
íslands 2000,207bls.
Eftir mikla fátækt í útgáfu handbóka um
íslenska byggingalist koma nú allt í einu
út tvær bækur, báðar mjög metnaðar-
fullar og vandaðar, áhugamönnum um
íslenska byggingalist til ómældrar
ánægju. Bók Arkitektafélagsins er í all-
háu broti, liðlega 24 sentimetra, eða ná-
kvæmlega eins og Tímarit Máls og
menningar. Leiðarvísir Abrecht er fjór-
um sentimetrum lægri. Breidd beggja er
þó áþekk. Bók Arkitektafélagsins er fjórt-
án sentimetrar, en leiðarvísirinn er þrett-
án, ef gormarnir á kilinum eru taldir
með. Báðar eru bækurnar veglega mynd-
skreyttar með litmyndum af hverri bygg-
ingu. Þá er báðum skipt milli
höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðar-
innar þannig að byggingar í Reykjavík og
nágrenni eru í fyrri hluta bókanna en
síðan er haldið réttsælis umhverfis land-
ið. 1 fljótu bragði mætti því ætla að bæk-
urnar væru nauðalíkar og kepptust um
athygli sama markhóps.
Þegar betur er gáð er þó allstór munur
á þessum tveim ritum. Bók Arkitektafé-
lagsins er einungis á íslensku meðan
Leiðarvísir Abrecht er á þremur tungu-
málum, íslensku, ensku og þýsku. Það er
því greinilegt að sú fyrrnefnda er öðru
fremur ætluð íslenskum áhugamönnum
meðan hin er jafnframt hugsuð sem
handbók fýrir erlenda ferðalanga, enda
er Birgit Abrecht sjálf í þeim hópi.
1 inngangi sínum segir Abrecht að á
mörgum ferðum sínum um ísland hafi
hún saknað þess að hafa ekki saman
komnar í einni bók allar þær byggingar
sem vöktu áhuga hennar og töldust
markverðar, annað hvort sökum sögu-
legs mikilvægis eða vegna sérstæðrar
húsagerðar. Auk þess að einskorða valið
við hálft annað hundrað bygginga hugs-
aði Abrecht sér brotið á bókinni svo hún
færi vel í vasa ferðamannsins. Af öllum
þeim fjölda manna sem hún segir hafa
aðstoðað sig, og tíundaðir eru undir inn-
gangi hennar telur hún sérstaklega Pétur
H. Ármannsson hjá Byggingarlistardeild
Listasaftis Reykjavíkur og kollega hans,
arkitektana Einar Pálsson og Jurgen
Eberhardt. Sá síðastnefndi vann teikn-
ingarnar í bókinni.
Eftir örstutt spjall Péturs um nokkur
helstu sérkenni íslenskrar byggingalistar í
aldanna rás kemur allítarlegt yfirlit yfir
sögu íslensks arkitektúrs, á einum tuttugu
blaðsíðum, þar sem saga torfbæjarins er
rakin með mörgum skýringamyndum,
þróun stein- og timburhúsa, og að end-
ingu er fjallað um nútímann, tilkomu
skipulags í Reykjavík, notkun steinsteypu
og stefnur í byggingalist á 20. öldinni.
Þessi kafli er athyglisverður fýrir hve
miklum ffóðleik er komið fýrir í tiltölu-
lega stuttu máli, án þess að óreiðan nái
tökum á ffásögninni eða að lesandanum
sé íþyngt með alltof mörgum nöfhum.
Effir þetta yfirlit yfir sögu íslenskrar
húsagerðar gerir Birgit Abrecht grein
fýrir skipulagi ritsins og notagildi. Með
dæmum á öllum þrem tungum sýnir
hún hvernig bókin er uppbyggð, og
hvernig má nota hana á vettvangi til að
fletta upp á ákveðinni byggingu sem
verður á vegi ferðalangsins. í kjölfarið
TMM 2000:4
malogmenning.is
149