Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 85
SAFNGRIPIR
Samkvæmt því verður þú aðeins lesinn og skilinn með augum nú-
tímamannsins. Fortíðin er endursköpun nútímans.
Já, er ég ekki fortíðin lifandi komin? Eins og reisulegt tré er safn ár-
hringa?
Ég skil, sagði ég sposk. Þú ert nokkurs konar trjábolur þegar þú ert í
fullri reisn.
Reyndar fór þetta ekki saman við túlkun rithöfundar bæjarins.
Hann kallaði innfædda nashyrninga. En nashyrningar eru kannski
sambærilegir við eintrjáninga.
*
Aðsókn að safninu jókst verulega þetta sumar. Ég undi því hag mínum
allvel, þóttist hafa staðið mig ágætlega og hugði gott til næstu fjárhags-
áætlunar. Um verslunarmannahelgina komu vinirnir að sunnan í
heimsókn, litu í kringum sig, drógu djúpt andann og sögðu:
Mikið er nú gott að koma í sveitina.
Það er stundum gott að hafa landsbyggðina, sagði ég.
Hvernig væri verslunarmannahelgin án hennar? sögðu þau.
Ætli hún yrði ekki bara eins og 17. júní.
17. júní! Einmitt, það er alveg nauðsynlegt að hafa þetta mótvægi
við borgina. Og því stærri sem borgin verður, þeim mun fleiri koma að
skoða safnið hjá þér, ekki satt?
Þar kom skýringin, sagði ég. Vestfirðingar flytja suður, koma síðan
vestur að skoða gamla góða byggðasafnið í sumarleyfinu!
Já, og alltaf stækkar safnið hjá þér!
Útitekin og endurnærð héldu þau suður á bóginn á mánudeginum,
en ég fór að leita að Anda, sem virtist hafa gufað upp yfir helgina, ef til
vill af tillitssemi.
Það var helst í ff éttum síðsumars að vinur minn stórhöfði tók til hend-
inni eftir að hafa setið aðalfund eins af stórfyrirtækjum Vestfirðinga.
Gerði hann sér lítið fyrir og arkaði yfir að flokksskrifstofu Gyðjanna,
sem hefur aðsetur í gömlu sögufrægu húsi, og henti logandi ráð-
stefnumöppu að dyrunum með þeim afleiðingum að hurðin sviðnaði
illa. Mesta mildi að húsið skyldi ekki brenna til kaldra kola.
TMM 2000:4
malogmenning.is
83