Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 150

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 150
RITDÓMAR Kvótaplágan Bakgrunnur sögunnar Sægreifi deyr og þær aðstæður sem framvinda hennar sprettur upp úr er staðan sem víða hefur skapast í sjávarplássum vegna tilkomu kvótakerfisins og hæfni eða vanhæfhi stjórnenda fyrirtækja til þess að vinna með kerfið sem skapað hefur byggðar- lögunum ákaflega mismunandi örlög. Sums staðar hafa menn flýtt sér að selja kvótann til að bjarga fallítt rekstri, ann- arstaðar hafa einstaklingar selt burtu kvótann til þess að lifa í vellystingum en skilið byggðarlögin og fólkið þar eftir á vonarvöl. En á nokkrum stöðum hafa verið byggð upp öflug sjávarútvegsfyri- tæki sem skila gróða og atvinnu til fólks- ins. Allt eru þetta manna verk og einstaklingar sem standa að baki ákvörð- unum þó stundum sé látið í veðri vaka að æðri máttarvöld í eff a eða neðra eigi hfut að máli. Og ekki þarf að minna á alla þá gífurlegu umræðu sem átt hefur sér stað í samfélaginu um þessi mál og fyllt hefur dálkkílómetra í blöðunum undanfarið. Árni Bergmann fléttar haganlega mörg meginatriði þessarar umræðu saman við söguna og fellur alls ekki í þá gryíju að setja á langar einræður um sjávarútvegsmálin. Yfir úttektinni á um- ræðunni er oftar en ekki írónískur blær þó full alvara búi undir og hittir Árni oft skemmtilega naglann á höfuðið eins og í þessari klausu hér á eftir. „Dæmið var einfalt. Fyrst var fiskinum stolið, sjálfri þjóðareigninni og hún gefin útvöldum. Útgerðarfélögin braska með þjóðareign- ina eins og þeim sýnist sín á milli, þau bókfæra kvótann á margföldu verði til að fá ffam hækkun á hlutabréfamarkaði. Út kemur verð á kvóta sem er algert rugl - kíló af þorskkvóta kostar kannski svipað og fæst fýrir fiskinn sjálfan! Hvað þýðir þetta? Kvótaeigendur hljóta að taka sig til og koma sér út úr útgerðarbransanum með því að selja þjóðareignina sem þeir fengu gefins. Eftir situr útgerð með nýjum hluthöfum sem hefur greitt svo mikið fyrir aðgang að fiskimiðunum að fyrirtækin verða öll á hausnum. Þá verð- ur að fella gengið til að bjarga útgerðinni og tilveru þjóðarinnar sem verður þar með að kaupa aftur það sem af henni var stolið í upphafi.“ (bls. 123) Fjölskyldudrama Uppgjörið í sögunni hefur á sér blæ klassískra raunsæisleikrita. Ólafur jöfur, eins og hann er kallaður, boðar börn sín til fjölskyldufundar og kvöldverðar þar sem hann ætlar að kunngera þeim ákvarðanir sínar. Börnin hittast síðdegis á æskuheimili sínu, ræða málin og fara yfir stöðuna, rífa upp gömul ágreinings- mál og deilur o.s.ffv. Þegar til borðhalds- ins kemur beinist talið að föðurnum sem verður mun grimmari en áður og hann segir þeim sína skoðun á þeim óþvegna og þau gjalda í sömu mynt. Er þar margt grafið upp sem legið hefur djúpt grafið í andlegum skúmaskotum og sálar- afkimum en leitar nú með ofsa upp á yfirborðið. En áður en að hápunkti kvöldsins kemur, þegar Ólafur ætlar að tilkynna börnum sínum að þau erfi ekki krónu eftir hann og allar hans eigur renni til sjálfseignarstofnunar sem reka eigi fýrirtækin áfr am eft ir hans ströngu fýrir- mælum, þá gerir hann sér lítið fyrir og hrekkur uppaf. Sannarlega óvæntur end- ir á dramatísku fjölskylduuppgjöri. Og ekki verður heldur annað sagt en að eftirmálinn að dauða Ólafs sé í óvænna lagi og komi börnum hans og samfélaginu öllu mjög svo á óvart og óþarfi er að rekja hér. Höfundurinn notar sér þá aðferð að snúa hressilega uppá raunveruleikann, svo sem víða annarsstaðar í sögunni, og lyftir henni yfir það að vera venjuleg þjóðfélagsádeila með raunsæissniði og 148 malogmenning.is TMM 2000:4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.