Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 39
ER TRÚIN ÞVERSTÆÐA?
eignuð Tertullianusi kirkjuföður (u.þ.b. 160- 220). Magnús telur að þar hafi
T ertullianus átt við að trú sé það sem ekki verður skýrt eft ir leiðum skilnings-
ins, það sem verði sannað effir leiðum hans sé í raun þekking en ekki trú.
Hann getur þess að þótt fleiri kirkjufeður hafi orðið til að aðhyllast þessa
reglu hafi hún þó aldrei birst í jafnskarpri mynd hjá þeim og hún gerir hjá
Kierkegaard í Ugg og ótta. Muninn skilgreinir Magnús á eftirfarandi hátt:
„Kirkjufeðurnir eiga við að fjarstæðan sem slík sé af þeirri gerð, að taki menn
hana á annað borð gilda, hljóti það að vera í trú, viðfangsefni sem ekki á sam-
leið með skilningnum gefur einmitt rými fyrir trúna“2 í Ugg og ótta segir
Kierkegaard aftur á móti, að dómi Magnúsar, að ef hann á annað borð trúi,
þá trúi hann í krafti fjarstæðu. Til áréttingar vitnar Magnús í eftirfarandi
ummæli í Ugg og ótta: „Hann (Abraham) trúði í krafti fjarstæðunnar, því að
þar komu mannlegir útreikningar ekki til greina“3 Með þessu telur Magnús
að Kierkegaard gangi lengra en kirkjufeðurnir og fullyrði að fjarstæðan hafi
þann kraft í sér sem fær menn til að trúa.
Magnús segir að þótt hann gæti jafnvel fallist á frumregluna um trúna sem
fjarstæðu í sinni fornu mynd, geti hann alls ekki fallist á hana í þeirri bein-
skeyttu þrætubókarmynd sem hún á sér í Ugg og ótta og Afsluttende
uvidenskabelig Efterskrift (Johannes Climacus). Hann heldur því fram að
sönn og sterk trú eigi sér fastan grunn og djúpar rætur í hinum hreina, and-
lega hæfileika mannsins sem kallast skynsemi ásamt tengslum sínum við hið
óendanlega og eilífa, við æðstu veruna eða Guð. Skynsemina skilgreinir
hann nánar sem æðri, andlega skynjun mannsins. Magnús gerir, eins og
reyndar Kierkegaard sjálfur, greinarmun á almennri trú og æðri trú. Frum-
skilyrði beggja er innri sannfæring um æðstu veru, sem býr yfir almætti,
speki og gæsku. Það er þó aðeins fyrsta skrefið til æðri trúar, þeirrar sönnu
trúar sem gegnsýrir lífsskoðun hins trúaða þannig að hún verður merking
lífs hans. Flestir láta þó staðar numið við sértækari trú, þar sem trúin er ekki
annað en hugsun eða hugmynd. Þótt slík trú sé tekin góð og gild verður hún
þó aldrei að lifandi guðssambandi. Það sem þar á skortir er hlýðnin við Guð,
traustið á honum og kærleikurinn til hans. Slík trú verður því aldrei virk í lífi
og lífsháttum hins trúaða, eða í tengslum hans við náungann. Grundvallarafl
og eðli æðri trúar er að mati Magnúsar ótakmörkuð hlýðni, traust, hollusta
og kærleikur. Hann telur slíkar hugarhræringar sýna að trúnni verði ekki líkt
við þverstæðu, jafnvel ekki hinni upphöfnustu trú, sem ætti einmitt sem slík
að vera fyrir hendi í kristindóminum. Að hans mati er heldur ekki hægt að
líta svo á að menn trúi í krafti fjarstæðu. Trúin er þvert á móti hið allraskyn-
samlegasta og þar sem hún grundvallast á æðri, andlegum lögmálum getur
hún hvorki verið þverstæða né fjarstæða. Slík trú byggist á eftirfarandi
kjarnasetningum: Það sem manninum er um megn er Guði gerlegt og Guði
TMM 2000:4
malogmenning.is
37