Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 142
RITDÓMAR
manna atómskáldanna og gerir þau ólík
atómskáldunum var - auk húmorsins —
útleitnari og frásagnarkenndari ljóð,
ásamt írónískri sýn á einstaklinginn,
mannlífið og heiminn. Þunglyndið sem
seinni heimstyrjöldin og kalda stríðið
færði kynslóð hinna fyrstu íslensku
módernista er víkjandi hjá næstu kyn-
slóð íslenskra módernista og ljóð þeirra
bera þess merki.
Steinunn er mikill meistari íroníunn-
ar. Hún vefur henni listilega inn í sín
frásagnarkenndu ljóð og sínar ljóðrænu
sögur og af engum hefur hún lært meira
hvað þetta varðar en Halldóri Laxness
(enda úir og grúir af beinum og óbeinum
tilvitnunum í Laxness í verkum hennar).
Úlfhildur Dagsdóttir hefur lýst leið
Steinunnar um skáldskapinn sem leið frá
íróníu til paródíu (sjá Norræna kvenna-
bókmenntasögu, IV. bindi) og er það
snjöll lýsing. Ég mundi vilja bæta við
„lýrískri melankólíu“, ekki endilega aftan
við lýsingu Úlfhildar, heldur sem sívax-
andi þátt í texta Steinunnar allt ffá
Verksutnmerkjum.
En hver er þá munurinn á eftirstríðs-
ára-þunglyndinu og hinni ljóðrænu
melankólíu Steinunnar? Svarið er að hún
er einkalegri - ekki tengd ástandi heims-
ins svona almennt! - öllu heldur tengist
hún persónulegri reynslu, aðskilnaði
og þrá, ástinni og (í seinni tíð) dauðan-
um.
f Verksummerkjum er meðal annars
að finna þetta ljóð:
Það fer ekki sem var
það er og það sem meira er
það verður.
Þetta ljóð gæti allt eins staðið sem
einkunnarorð fyrir skáldsöguna Tíma-
þjófinn þar sem hin ljóðræna melankólía
springur fullþroska út í einstökum texta
sem spunninn er úr (og skilyrtur af) þrá,
aðskilnaði og söknuði. Húmorinn, írón-
ían og ljóðræn melankólían setja sterkan
svip á mörg þeirra verka sem á eftir koma
(Kartöfluprinsessuna, Kúaskít og
Norðurljós, Ástin fiskanna, Hanami - og
Hugástir). f verkum Steinunnar mætast
húmorískt raunsæi, beitt íronía og ljóð-
ræn melankólía og þessi „Laxnesska“
blanda hefur markað henni sérstöðu og
gerir enn.
III
Sem ljóðskáld hefur Steinunn vaxið með
hverri bók. Þótt sá glettnislegi tónn sem
sleginn var í fýrstu bókunum sé aldrei
langt undan þá hafa ljóð hennar dýpkað
og skírskotun þeirra víkkað, um leið og
myndmálið verður æ sterkara og per-
sónulegra. Að mínu mati hefúr Steinunn
náð að skapa sér einstakan ljóðheim þar
sem margræðni tungumálsins verður
sífellt beittari og markvissari. Hún er
mikill meistari ljóðabálkanna (ég minni
á hina frábæru ljóðabálka „Á suðurleið
með myndasmið og stelpu" og „Kart-
öfluprinsessuna“ í samnefndri Ijóðabók
og „Sjálfsmyndir á sýningu“ úr Kúa-
skítur og Norðurljós). í Hugástum er
einmitt um nokkra slíka bálka að ræða,
þar sem ljóðin raðast saman í órjúfanlega
og áhrifaríka heild.
Hugástir skiptist í fimm hluta. í fyrsta
hlutanum sem nefnist „Nokkrar gusur
um dauðann og fleira“ eru fjögur ljóð án
titils sem öll fjalla á einn eða annan hátt
um ævina og dauðann. Innra samhengi
þessara ljóða er sterkt og segja má að hér
sé um ljóðabálk í fjórum hlutum að
ræða. Fjallað er um ævi mannsins sem:
gengur ffam í hviðum,
hvimleiðum stundum, stendur svo í
stað,
oft þegar síst skyldi, einmitt þegar við
vildum að hún geystist áfr am.
140
malogmenning.is
TMM 2000:4