Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Blaðsíða 99
Einar Már Jónsson
Um Eneasarkviðu
Einhvern tíma hefði það þótt stórtíðindi að Eneasarkviða Virgils skyldi vera
komin út í íslenskri þýðingu. I menningarsögu Vestur-Evrópu hefur þetta
rómverska söguljóð leikið slíkt hlutverk að segja má að einungis Biblían hafi
skipað hærri sess: öld eftir öld var það grundvöllur allrar æðri menntunar í
álfunni, það var ein helsta leiðsögn skólapilta í máli og stíl, kennslubók í karl-
mannlegum dygðum og efniviður í hugleiðingar um líf og dauða. Tilvitnan-
ir í Virgil léku hverjum menntuðum manni á vörum í tæp tvö þúsund ár,
e.t.v. að undanskildum myrkustu miðöldum, en eftir þann tíma urðu þær
mönnum hins vegar æ tamari. Ekki eru nema fá ár síðan aldraður augnlækn-
ir í París hafði yfir valdar sexliður úr Eneasarkviðu, meðan hann var að bogr-
ast yfir mér, og vildi helst halda skoðuninni áfram á öðrum vettvangi með því
að taka mig upp í verkum skáldsins. Áhrifm á bókmenntir og listir álfúnnar
voru eftir þessu. Menn notuðu Virgil jafnvel sem véfrétt með því að fletta
upp í Eneasarkviðu og stinga niður fingri af handa hófi, og spáðu þannig um
óorðna hluti.
Það segir því sína sögu, að svo virðist nú sem þessi þýðing hafi ekki mætt
neinu nema fálæti og heldur vandræðalegri þögn. Jafnvel þeir fordómar
gegn Virgli sem gengu ljósum logum á 19. öld og vörpuðu grárri skímu fram
á hina 20. virðast gleymdir og tómið galtómt eitt effir. Tempora pessima
sunt: vigilemus. Það væri þess vegna þjóðþrifaverk að taka saman ýtarlegan
pistil um Virgil, verk hans og framhaldslíf þeirra í Vesturálfú, og ef eitthvað
er út á ágæta þýðingu Hauks Hannessonar að setja, er það að henni skuli ekki
fýlgja inngangur í líkingu við þann sem Kristinn Ármannsson og Jón Gísla-
son sömdu fyrir útgáfu sína af Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar,
því síst hefur þörfin minnkað. Þeim fátældegu orðum sem hér fara á eftir er
ætlað að rjúfa þessa þögn, en menn skyldu ekki búast við því að þau geti á
nokkurn hátt bætt úr þeirri vöntun. Það er heldur elcki tilgangurinn að fjalla
um þýðinguna. Enginn rithöfundur hefúr beitt latínu á blæbrigðaríkari hátt
en Virgill; hann sveigir tunguna út á ystu mörk og „málar“ jafnvel viðfangs-
efnið með hljómi og hljóðfalli, eins og sagt hefur verið. Áhrif frá þessum
volduga stíl bárust beint inn í þjóðtungur seinni tíma, eins og Dante er til
TMM 2000:4
malogmenning.is
97