Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 99

Tímarit Máls og menningar - 01.12.2000, Side 99
Einar Már Jónsson Um Eneasarkviðu Einhvern tíma hefði það þótt stórtíðindi að Eneasarkviða Virgils skyldi vera komin út í íslenskri þýðingu. I menningarsögu Vestur-Evrópu hefur þetta rómverska söguljóð leikið slíkt hlutverk að segja má að einungis Biblían hafi skipað hærri sess: öld eftir öld var það grundvöllur allrar æðri menntunar í álfunni, það var ein helsta leiðsögn skólapilta í máli og stíl, kennslubók í karl- mannlegum dygðum og efniviður í hugleiðingar um líf og dauða. Tilvitnan- ir í Virgil léku hverjum menntuðum manni á vörum í tæp tvö þúsund ár, e.t.v. að undanskildum myrkustu miðöldum, en eftir þann tíma urðu þær mönnum hins vegar æ tamari. Ekki eru nema fá ár síðan aldraður augnlækn- ir í París hafði yfir valdar sexliður úr Eneasarkviðu, meðan hann var að bogr- ast yfir mér, og vildi helst halda skoðuninni áfram á öðrum vettvangi með því að taka mig upp í verkum skáldsins. Áhrifm á bókmenntir og listir álfúnnar voru eftir þessu. Menn notuðu Virgil jafnvel sem véfrétt með því að fletta upp í Eneasarkviðu og stinga niður fingri af handa hófi, og spáðu þannig um óorðna hluti. Það segir því sína sögu, að svo virðist nú sem þessi þýðing hafi ekki mætt neinu nema fálæti og heldur vandræðalegri þögn. Jafnvel þeir fordómar gegn Virgli sem gengu ljósum logum á 19. öld og vörpuðu grárri skímu fram á hina 20. virðast gleymdir og tómið galtómt eitt effir. Tempora pessima sunt: vigilemus. Það væri þess vegna þjóðþrifaverk að taka saman ýtarlegan pistil um Virgil, verk hans og framhaldslíf þeirra í Vesturálfú, og ef eitthvað er út á ágæta þýðingu Hauks Hannessonar að setja, er það að henni skuli ekki fýlgja inngangur í líkingu við þann sem Kristinn Ármannsson og Jón Gísla- son sömdu fyrir útgáfu sína af Hómersþýðingum Sveinbjarnar Egilssonar, því síst hefur þörfin minnkað. Þeim fátældegu orðum sem hér fara á eftir er ætlað að rjúfa þessa þögn, en menn skyldu ekki búast við því að þau geti á nokkurn hátt bætt úr þeirri vöntun. Það er heldur elcki tilgangurinn að fjalla um þýðinguna. Enginn rithöfundur hefúr beitt latínu á blæbrigðaríkari hátt en Virgill; hann sveigir tunguna út á ystu mörk og „málar“ jafnvel viðfangs- efnið með hljómi og hljóðfalli, eins og sagt hefur verið. Áhrif frá þessum volduga stíl bárust beint inn í þjóðtungur seinni tíma, eins og Dante er til TMM 2000:4 malogmenning.is 97
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.