Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 5

Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 5
Ávarp biskups íslands Karl Sigurbjörnsson Kirkjumálaráðherra, Bjöm Bjarnason, forseti Kirkjuþings, Jón Helgason, vígslubiskupar, þingfulltrúar, góðir gestir. Verið hjartanlega velkomin til Kirkjuþings 2004. Eg þakka messuna í Dómkirkjunni í morgun og móttökumar hér í Grensáskirkju í dag. Forseta Kirkjuþings, forsætisnefnd, Kirkjuráði og starfsliði þakka ég vandaðan undirbúning Kirkjuþings og allt gott samstarf. Hér við setningu Kirkjuþings vil ég þakka öllum þjónum og starfsfólki og trúnaðarmönnum kirkjunnar á hennar víða vettvangi. Guð launi og blessi þjónustu, áhuga, trúmennsku, umhyggju. Allt sem stuðlar að því að byggja upp söfnuð Guðs, sem samfélag í trú og gleði, opna fagnaðarerindinu dyr og greiða því veg meðal manna. „Samfélag í trú og gleði!“ „Samfélag í trú og gleði!“ er yfirskrift þessa starfsárs kirkjunnar. Sjónum er beint að samfélagi trúarinnar, og áhrifum þess til uppbyggingar og eflingar lífsins, hins góða lífs í landinu okkar. Það gerist ekki með umsigslætti og gjömingum, það gerist með því að rækta og iðka bæn og helgun, viðmót virðingar, nærandi orð sál og anda. Það gerist með því að virkja áhuga og þátttöku og kalla til ábyrgðar á samfélaginu, „leggja rækt við persónuleg tengsl, sýna hlýju og gleði,“ eins og segir í Stefnu og starfsáherslum kirkjunnar. Undanfarin ár hefur átt sér stað mikil ytri uppbygging í Þjóðkirkjunni. En hér er líka trúarvakning. Það má sjá í vaxandi áhuga og væntingum, í aukinni þátttöku í margvíslegum fræðslutilboðum og námskeiðum kirkjunnar, greinilegur er aukinn áhugi á að fræðast um kjamaatriði trúarinnar, kallað er eftir hópastarfí, bænahópar eru víða fastur þáttur í safnaðarstarfmu, og gleðilegt er að sjá víða stóraukna þátttöku í guðsþjónustunni og mikla fjölgun þátttakenda í altarisgöngunni, þetta eru lífsteikn og merki um vakningu, sem mun bera ávöxt. Guðs andi er að verki. Ymsar nýjar en þó gamlar hefðir hafa komið fram kringum helgihald og trúarsamfélagið. Ein þeirra eru samskot eða fórn í messunni. Hér í Grensáskirkju og í Hallgrímskirkju er þetta orðinn fastur liður í guðsþjónustu helgidagsins. Þetta ættu fleiri söfnuðir að skoða. Við erum eina kirkjan í veröldinni þar sem ekki þykir sjálfsagt að leggja fram fjármuni til Guðs þakka í guðsþjónustunni. Það em sögulegar ástæður fyrir því. En það er líka trúariðkun að taka upp veskið sitt frammi fyrir Guðs augliti og leggja gjöf sína á altarið. Það er hluti þess að helga lífið og alla hluti. Eg þakka undursamlega sálmaveislu, þriggja daga dagskrá, sem fléttuð var námskeiðum, málþingi, ráðstefnu og tónlistardagskrá. Tiltæki þetta er liður í stefnumörkun kirkjutónlistar og upptaktur að endurskoðun sálmabókarinnar. Við vorum minnt á þau djúpu spor sem lífsverk manna eins og dr. Róberts A. Ottóssonar og dr. Páls Isólfssonar að endurheimt kirkjutónlistararfs okkar mörkuðu í endurreisn og eflingu íslenskrar menningar. Eins má minna á hvernig kirkjukóramir urðu vermireitir og vaxtarsprotar sönglífs og tónlistarmenningar þjóðarinnar, það vil ég fullyrða, þótt svo að lítt sé á lofti haldið. Nú horfum við á gleðilegan og þróttmikinn vöxt barnakórastarfs í landinu, sem er að miklu leyti tilkominn fyrir atbeina kirkjunnar. í því sambandi vil ég nefna og þakka útgáfu Skálholtsútgáfunnar á Söngvasveigum, sem hafa reynst kórastarfi í landinu 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.