Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 15

Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 15
Ávarp forseta Kirkjuþings Jóns Helgasonar í sínu einstæða Eldriti segir sr. Jón Steingrímsson á einum stað: „Þetta sumar var nærfellt sama ástand meðal þeirra fáu bænda, sem hér voru; áttu þá að vera uppgengnir allir þeir peningar, (sem hingað voru gefhir). Tilskikkar þá stiptamtmaður að drífa hingað alla aumingja þá, sem tórandi voru hér í sýslunum þremur fyrir vestan, sem engan áttu að, hvað og svo vægðarlaust var framkvæmt. Þessi flokkur varð hér um 40 manns. Hér voru þá engin önnur úrræði, en setja þá niður til dráps, því þeir fyrir voru gátu ei vegna matareklu tekið á móti þeim. 16. októbris, sem var sunnudagur, beiddum vér guð opinberlega að veita oss nú og þessum vesalingum einhverja líkn. Tókum svo ráð saman að fara austur á Hverfisfjörur, ef ske kynni að guð legði oss til sel eður annað til lífs; komum svo þangað fjórir þann 21. Var þar þá fyrir einn maður, bóndi ffá Skaftafelli, er Eiríkur hét, er áNúpsstaðarfjöru (þó í aðgæsluleysi af fjörumörkum) hafði slegið með tveim drengjum 70 brimla eður stórseli og 120 kópa, sem var eitt það mesta drottins náðarverk, að hann lét þessar skepnur gefast svo í hendur einum manni og honum krafta til svoddan þrekvirkis, sem varla mun fmnast dæmi til. Þurftum við ei annað fyrir að hafa, en taka hér upp á hestana þurran hlut á landi, sem varð nærfellt upp á 150 hesta, (fyrir utan sláttuhlutann, sem þó var ríflegur). Embættaði ég þá á Kálfafelli í besta blíðskaparveðri, er oss þennan tíma veittist, og þökkuðum allir glaðværir guði sína náð, er oss svo ríkulega forsorgun veitti á þeirri eyðimörku, sem ánægjulega burtók alla hungursneyð og dauða, er annars við borð lá. Og þar eftir hefur hann sýnt oss hvert miskunnarverkið eftir annað að lífga og viðrétta oss. Honum sé eilíft lof og æra fyrir strítt og blítt. Óhætt er að fullyrða, að hvergi er hægt að fmna í íslandssögunni gleggri staðfestingu á gildi kristinnar trúar í hinni hörðu lífsbaráttu þjóðarinnar á liðnum öldum en lesa má um í Eldritinu, m.a. þessa stuttu frásögn af bæn og bænheyrslu sr. Jóns og hans fámenna og aðþrengda safnaðar í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 16. október 1785, rúmlega tveimur árum eftir Eldmessuna þar. Slíkt neyðarástand, sem þar er lýst, er sem betur fer fjarlægt huga okkar í dag, Þegar velmegun vex með ári hverju, þar sem lífsbarátta flestra snýst sem betur fer ekki lengur um að hafa til hnífs og skeiðar frá degi til dags eins og svo oft á umliðnum öldum, heldur eitthvað miklu meira. í því skefjalausa kapphlaupi um að ná þar sem mestum afla, hafa komið fram þau sjónarmið, að ekki þurfi lengur á kirkjunni að halda; aðskilja eigi ríki og kirkju og í nafni jafnréttis talið óheimilt að ríkið styðji Þjóðkirkjuna, sem hefur verði grundvöllur samfélagsins í þúsund ár. En þá fara að koma skýrar í ljós ýmsir annmarkar, sem sanna, að maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. í hinni athyglisverðu setningarræðu biskups á prestastefnu 2004, sem birt er fremst í Árbók kirkjunnar 2003 og við höfum nú fengið í hendur, er bent á, að velmegun samtímans fylgir ekki alltaf velferð. Og þar er ennfremur vitnað í umfjöllun landlæknis 13
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.