Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 78

Gerðir kirkjuþings - 2004, Síða 78
þörf er á. Telja verður að ná megi þessum markmiðum fram með hagræðingu án þess að auka útgjöld kirkjunnar. Er þá litið til þess að sameina má prófastsdæmi víðast hvar á landinu þar sem forsendur um umfang þ.e. mannfjölda og fjöldaprestsembætta SVo og samgöngur eru gjörbreyttar. Litið er til þess að prófastsdæmin megi þó ekki verða stærri en svo að héraðsnefndir og prófastar geti með raunhæfum hætti sinnt skyldum sínum og haft eðlileg tengsl við sóknir og presta og að skipulagsheildin sé eðlileg og rökrétt, ekki hvað síst landfræðilega. Prófastsdæmi mynda kjördæmi til Kirkjuþings. Það er mat biskupafundar að nái tillögur þessar fram að ganga skapist áhugaverð tækifæri til endurskoðunar á fyrirkomulagi kosninga til Kirkjuþings, en margir hafa lýst áhyggjum sínum af dræmri kosningaþátttöku leikmanna í núverandi kerfi. Héraðsfundir eru umsagnaraðilar um mál þingfulltrúa kjördæmisins á Kirkjuþingi auk þess sem þeir veita umsögn um mörg mál kirkjustjórnarinnar. Styrking þeirra sem þátttakenda í stjóm kirkjunnar gefúr þeim einnig aukið vægi í undirbúningi Kirkjuþings. Prófastsdæmin mynda ramma utan um prestsþjónustu á tilteknu landsvæði og eru því grundvöllur þjónustunnar við söfnuðina að sínu leyti. Núverandi fjTÍrkomulag gerir það að verkum að prestakallaskipan er rædd á grundvelli prófastsdæmaskipulags sem, eins og lýst hefur verið, kann að þarfhast endurskoðunar. Veldur það vissum vandkvæðum að vera bundinn af því. Biskupafúndur hefur rætt endurskoðun prestakallaskipunar landsins ítarlega svo sem skylt er, m.a. í ljósi þeirra umræðna um málið sem farið hafa fram á Kirkjuþingum á undanförnum árum ekki hvað síst á Kirkjuþingi 2003. Biskupafúndur telur í því samhengi rétt að benda á, að auk áhrifa núverandi prófastsdæmaskipunar, liggur fjárhagsleg umgjörð prestsþjónustunnar í landinu til frambúðar ekki fyrir þar sem samningum kirkjunnar og ríkisvaldsins um prestssetur er ólokið. Endurskoðuð skipan prófastsdæma ætti að mati biskupafúndar að auðvelda endurskoðun prestakallaskipunarinnar, bæði með því að stækka ramma þjónustunnar og jafnframt að auðvelda þátttöku heimamanna í skipulagsumræðunni. Biskupafundur telur því eðlilegt að ræða skipan prófastsdæmanna áður en farið er í gagngera endurskoðun á skipulagi prestsþjónustu. Ef svo ber við að prestakall losnar, er biskupafundur þó þeirrar skoðunar að rétt sé og skylt að athuga hvort endurskoða skuli prestakallaskipan á því svæði eitthvað, ekki hvað síst ef prestakall samræmist ekki viðmiðum Kirkjuþings frá árinu 2000 um stærð prestakalla. Afleysingaþjónusta er almennt leyst innan prófastsdæma og ætti að verða auðveldara að skipuleggja hana ef einingin er stærri. Fræðslustarf á vegum prófastsdæma hefur aukist að umfangi. Styrkari einingar fela í sér öflugra starf. Miðað er við að gildistaka breytinganna verði 1. janúar 2006, eða við starfslok þess prófasts sem fyrr lætur af embætti ef það gerist áður. Er þá litið til þess að kosningar til Kirkjuþings fara fram árið 2006 og æskilegt að breytingarnar hafi öðlast gildi fyrir þann tíma. 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.