Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 54
Um 1. kafla. Fræðsla frá vöggu til grafar
í upphafi er sett fram sú meginstefha að í öllum sóknum landsins sé boðið upp á
fræðslustarf ffá vöggu til grafar. Þetta sé skylda hverrar sóknar sem getur átt samstarf við
aðrar starfseiningar innan kirkjunnar um einstaka þætti. Þá er sett ffam tillaga um að
ffæðslunni verði skipt í fimm meginverkefni og verður nú gerð grein fyrir þeim.
1. Foreldrastarf
Uppeldi bama er fyrst og ffemst á ábyrgð foreldra eða forráðamanna. I uppeldi felst að
koma börnum til þroska. Forsenda uppeldis er ávallt mannskilningurinn. Kristinn
mannskilningur er að sérhver einstaklingur sé dýrmætur og einstakur sem sköpun Guðs
og eigi sér tilgang í lífínu. Kristin kirkja hefur það hlutverk að miðla hinum kristnum
gildum, siðgæði, lífsýn og mannskilningi til foreldra og styðja þá í uppeldishlutverkinu.
2. Barnastarf- börn, 12 ára ogyngri
Bamastarf Þjóðkirkjunnar er það starf kirkjunnar er nær til flestra. I vaxandi samkeppni
um tíma foreldra og bama þarf að gera bamastarfið enn markvissara með þarfír ólíkra
aldurshópa í huga.
2. Fermingarstarf
Fermingin stendur styrkum fótum í íslensku samfélagi og er um margt sóknarfæri fyrir
Þjóðkirkjuna. Auk hefðbundinnar ffæðslu þar sem miðlað er grunnþekkingu á kristinni
trú skal efla persónuieg tengsl við fermingarbörn og foreldra þeirra og leggja áherslu á
upplifun í helgihaldi og samfélagi kirkjunnar. Samþykkt námsskrá hjálpar til að ná
þessum markmiðum.
4. Unglingastarf
Unglingastarf Þjóðkirkjunnar er mikilvægur vettvangur fyrir unglinga til að vaxa í trúnni
á Jesú Krist. Það er einnig mikilvægt fyrir kirkjuna sjálfa að ala upp framtíðarstarfsfólk
og leiðtoga í kirkjulegu starfí, enda hefur það sýnt sig að margt starfsfólk og leiðtogar í
kirkjunni eiga góða reynslu af slíku starfí. Hér er mikið verk að vinna en unglingastarf
kirkjunnar hefur ekki náð sömu festu og bama- og fermingarstarfíð. Lífsleikni meðal
framhaldsskólanema sýnir að tækifærin eru vfða og áhugi fyrir hendi þegar svarað er
brýnni þörf.
5. Frœðsla fullorðinna
Fræðsla fyrir fullorðna er ætluð þeim sem vilja fræðast um kristna trú og Biblíuna og
einnig þeim sem vilja taka virkan þátt í starfí safnaðarins og kynnast betur starfi
Þjóðkirkjunnar. Þessi fræðsla hefur einkum verið á vegum Leikmannaskólans, svo og
einstakra sókna og prófastsdæma m.a. í formi fyrirlestra og málþinga. Þá hefur verið í
gangi margs konar hópastarf þar sem styrking einstaklingsins er í fyrirrúmi í smærri
hópum og rík áhersla lögð á samskipti og traust. í meginatriðum er þessum áherslum
haldið. Hér nægir að nefna biblíuleshópa, sorgarhópa, 12- spora vinnuna og Alfa-
námskeið sem víða hafa verið reynd með góðum árangri. Lengi hefur verið boðið upp á
hjónastarf innan kirkjunnar, jafnt á vegum einstakra presta, sókna og frjálsra samtaka
(Lútersk hjónahelgi). Nú er unnið markvisst að því að ná betur utan um það starf og gera
það að fostum lið ekki hvað síst meðal brúðhjóna og ungra hjóna.
52