Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 58
öfugt eins og hefur viljað brenna við. Eðlilegt er að stutt sé fjárhagslega við starf
kirkjumiðstöðva en á hinn bóginn þarf einnig að samræma Qármögnun kirkjumiðstöðva
og fræðslufulitrúa um land allt.
Skálholt hefur hér nokkra sérstöðu. Staðurinn og skólinn hefur það hlutverk m.a. að sinna
fræðslumálum Þjóðkirkjunnar samkvæmt lögum. A hinn bóginn virðist eðlilegt að í
Skálholti verði miðstöð fyrir fræðslu og þjálfun starfsfólks, hagnýtt nám djákna- og
guðfræðinema, eins og kostur er, og símenntun presta og djákna, enda býr skólinn að
aldalangri hefð í þeim efnum og öll aðstaða er fyrir hendi. Aðrar kirkjumiðstöðvar geta
komið að því starfi effir því sem henta þykir.
Stefna skal að því að innan hvers prófastsdæmis eða fræðslusvæðis sé starfandi
fræðslufulltrúi sem annist fræðsluna undir umsjá prófasts og í samstarfi við fræðslusvið.
Gera verður ráð fyrir til að byrja með að þjónandi prestar eða annað starfsfólk
Þjóðkirkjunnar hafí hlutverk fræðslufulltrúa. Starfandi héraðsprestar hafa að nokkru levti
sinnt þessu starfi og verði ffæðslan hluti af þeirra starfi áffam. Núverandi fyrirkomulag á
störfum fræðslufulltrúa/fræðslusvæða skal einfaldað og fært til samræmis við ofangreint
þannig að öll prófastsdæmi, a.m.k. í dreifbýli, sitji við sama borð.
Fræðslusvið Biskupsstofu — Leikniannaskólinn
Eitt af meginverkefnum Leikmannaskólans frá stofnun hans hefur verið fullorðinsfræðsla.
Verkefnið var hluti af fræðsludeild Biskupsstofu en þróaðist í sjálfstæða átt með
starfsreglum sem enn eru í gildi. Hér er lagt til að rekstur fræðslusviðs Biskupsstofu og
Leikmannaskólans sameinist á ný til einföldunar á framkvæmd verkefna. Nafni
Leikmannskólans verði haldið á fullorðinsfræðslunni þar sem henta þykir því nafnið
hefur áunnið sér traust. Tilnefnt skal áfram í fagráð fullorðinsfræðslunnar með
sambærilegum hætti við það sem gert hefur verið í stjórn Leikmannaskólans.
Fimm helstu verkþættir fræðslusviðs Biskupsstofu verða skv. fræðslustefnunni:
o Barnafræðsla - foreldrafræðsla
o Fermingarfræðsla
o Unglingastarf- fræðsla fyrir unglinga og ungt fólk
o Fræðsla fullorðinna (Leikmannaskólinn)
o Starfsmannaþjálfun kirkjunnar
Sú skipting tekur mið af fræðslustarfi sóknanna um land allt og þeim skyldum sem
sóknum eru lagðar á herðar. Eðlilegt þykir að fræðslusviðið hafi á sínum snærum fagaðila
sem hafa umsjón með hverjum þætti fyrir sig.
Þá er og getið um nýmæli að efna skuli til fræðsluþings á Qögurra ára fresti. Þannig fæst
umræða á landsvísu um málefni kirkjufræðslunnar allrar og gæti það þing orðið
mikilvægur vettvangur umræðna og endurmats á fræðslustarfmu. Það ætti jafnframt að
auðvelda Kirkjuþingi að endurmeta fræðslustefliuna þegar þess reynist þörf.
Hagkvæmast er að þróun fræðsluefnis og umsjón námskeiða sé á hendi fræðslusviðs
Biskupsstofu. Einstök prófastsdæmi/svæði geta haft frumkvæði að þróun efnis. Aukin
hagræðing er fólgin í því að slíkt sé unnið með heildina í huga. Fræðslusviðið hefur
einkum haft í huga á næstunni tvenns konar fræðsluefni og námskeið sem skuli þróuð,
þ.e. fræðsluefni sem er tilbúið beint til notkunar og tiltölulega auðvelt fyrir alla að nýta
og námskeið sem krefjast ákveðinnar færni hjá þeim sem stjórna. Fræðslusvið
56