Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 106

Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 106
Lokaorð biskups íslands Karls Sigurbjörnssonar Forseti, Kirkjuþing. Ég vil taka undir þakkir fyrir hið góða og giftudrjúga starf sem hér hefúr verið unnið á kirkjuþingi að þessu sinni, á þessu óvenju afkastamikla þingi. Ég vil þakka forseta og varaforsetum kirkjuþings fyrir þeirra góðu forystu og starfsfólki þingsins öllu fyrir þeirra góðu þjónustu alúð og umhyggju sem að við höfúm notið þessa daga. Þingfulltrúum öllum þakka ég einkar gott samstarf og samtöl og samfélag. Mörg mál hafa verið afgreidd. Sérstaklega vil ég fagna yfir og þakka samþykkt fræðslu- og tónlistarstefnu kirkjunnar. Með samþykkt þessara stefnumarkana er brotið í blað og kirkjuþing hefur sett ffam stefnu sem mun setja mark sitt á líf og starfsemi biðjandi og boðandi kirkju á komandi árum. Til hamingju með það og Guð launi og blessi það sem að þið hafið lagt hér að mörkum. Guð gefí góðan ávöxt. Ég veit ekki hvort þið hafið veitt honum athygli en hann stendur hér í horninu krossinn rauði. Þið vitið hvaðan hann kemur þetta er krossinn sem var gerður fyrir Kxdstnihátíðina á Þingvöllum árið 2000 og fór þar fyrir iðrunargöngu og helgigöngu í upphafi messu og stóð við altarið á sviðinu á Þingvöllum. Það er undursamlegt að hafa fyrir augum þetta tákn sem minnir okkur á þá miklu hátíð sem þar var á aldamótum og þegar við vorum með sérstökum hætti minnt á það sem þjóð, að við erum og við viljum vera kristin þjóð og ganga fram undir krossins merki. Það hefur nú oft verið að okkur hefur fundist þungt fyrir fæti og sem togkraftarnir sem gangi gegn þeirri staðreynd sé býsna aflmiklir. En þrátt fyrir það þá megum við vita að í upphafí tuttugustu og fyrstu aldar lifum við tíma mikilla tækifæra, til þess að halda fram merki krossins og halda fram og vitna um og lifa hina kristnu trú og koma því til skila að Guð er góður og lífið er dásamlegt þrátt fyrir allt. Ég sá tilvitnun í enskan samfélagsrýni sem var að leggja mat á samtíð okkar og hann sagði að menning okkar samtíðar væri “idiot culture” fáráðlingamenning, vitleysingamenning og hann sagði að í fyrsta sinn í mannkynsögunni sé hið skrýtna og fáránlega, vitlausa og ruddalega viðmiðunin. Við horfum upp á kerfisbundna forheimsku menningar og uppeldi segir hann. Já, það má vel vera, en í þessu blasa tækifærin við, þau blasa við, vegna þess að þegar öllu er á botninn hvolft að þá er í raun ekkert fáránlegra, furðulegra en krossinn. Hneykslið og heimskan, hin kristna frásögn um upprisu hins krossfesta og fræðsla kirkjunnar, miðlun boðskaparins, er meira en námskeið og kennsla og framsetning upplýsinga. Með því að læra sögurnar og sönginn og iðkunina og atferlið mótast fólk sem lærisveinar, og samfélagið mótast sem Guðslýður. Það er engin iðkun og ekkert atferli í kirkjunni sem ekki er ætlað fræða og móta og byggja upp. Tónlistin og fræðslan skipta þess vegna svo miklu máli. Lúther lagði áhersluna á sönginn, á söng safnaðarins, vegna þess að orðið á ekki aðeins að vera orð sem við hlustum á, eða lesum eða nemum, heldur eigum við öll ungir og gamlir og hvar svo sem í stétt sem þeir standa og hvernig svo sem þeirra hæfíleikar og andlegu kraftar eru eiga að hafa tækifæri og möguleika til þess að syngja það. Aðeins þannig verður sagan um Guð og heim og ást Guðs, ábyrgð manns og um fyrirgefninguna sem sigrar sekt og synd, sagan um lífið sem sigrar dauðann. Aðeins þannig verður hún hluti af okkar lífi og okkar sögu og mótar með sínum hætti menninguna og söguna. 104
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.