Gerðir kirkjuþings - 2004, Side 51
(4) Fræðslu fullorðinna (Leikmannaskólinn), og
(5) Starfsmannaþjálfun kirkjunnar
o Efhisgerð, menntun leiðtoga og starfsfólks Þjóðkirkjunnar verði fyrst og fremst á
ábyrgð fræðslusviðs Biskupsstofu.
o Á vegum fræðslusviðs er reglulega boðið til funda þar sem lagt er mat á
fræðslustarfíð á viðkomandi svæði.
o Á fjögurra ára ffesti skal boða til fræðsluþings kirkjunnar, þar sem lagt skal mat á
ffæðslustefnu Þjóðkirkjunnar innihald og framkvæmd, hvem þátt þess, svo og á
það starf sem unnið er í einstaka starfseiningum kirkjunnar er sinna fræðslustarfi.
V. Kafli.
Gildistaka
Fræðslustefna Þjóðkirkjunnar taki gildi 1. júlí 2005.
Greinargerð
í Stefnu og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar 2004-2010 sem samþykkt var á Kirkjuþingi
2003 er að finna eftirfarandi markmið fyrir ffæðslustarf kirkjunnar:
Frœðsla kirkjunnar hefur það að markmiði að styrkja hvert og eitt okkar til þess
að öðlast dýpri skilning á kristinni trú ogþroskast sem manneskjur.
Þá segir ennfremur: Við viljum: \
o að fræðslan sé heildstæð og nái tilfólks á öllum œviskeiðum,
o að horft sé sérstaklega tilþeirra sem ala upp komandi kynslóðir og styðja þau í
því verki að koma börnum til manns í trú, von og kœrleika. 5
Helstu verkefni skv. Stefnu og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar 2004-2010 er lúta að
fræðslustarfi eru eftirfarandi:
o Móta heildstœða frœðslustefnu og sinna fræðslustarfi sem leggur áherslu á
samfylgdfrá vöggu til grafar
o Aukið samstarf við skóla og aðrar menntastofnanir
o Styrkja hópastarf sem eflir trúarlegan og andlegan þroska einstaklingsins,
samskipti og líðan
o Styðja foreldra í uppeldishlutverki þeirra hvarvetna þar sem kirkja og foreldrar
mætast
o Atak í að ná til ungs fólks í skóla og utan
o Útgáfa á aðgengilegu fræðsluefni um kristna trú6.
Auk þessara meginverkefna næstu ára segir m.a. í starfsmannastefnu Þjóðkirkjunnar sem
sérstaklega varðar fræðslustarf kirkjunnar:
o Auka skal starfsmannaþjálfun og leggja sérstaka áherslu áþjálfun sjálfboðaliða
Leggja skal sérstaka rækt við hjálparstarf, kristniboð og þjónustu við náungann í öllu
ffæðslustarfi Þjóðkirkjunnar, enda er hún biðjandi, boðandi og þjónandi kirkja.
6 Síefna og starfsáherslur Þjóðkirkjunnar 2004-2010, grein 7.2, bls. 10.
49