Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 42

Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 42
greiðslu þessara bóta má ætla að verulegur halli hefði orðið á sjóðnum árið 2003 eða að ekki hefði komið til eins margra bygginga- og viðhaldsframkvæmda á árinu og raun varð á. Eins og undanfarin ár er enn vonast til að handan homsins séu samningar við ríkið um prestssetrin og að þá komi til viðunandi úrlausn til framtíðar á fjárhagsvanda sjóðsins. Þótt tekjuafgangur hafi verið á starfsárinu 2003 má ljóst vera að hann stafar aðeins af greiðslu bóta frá Landsvirkjun, eins og ofan er getið. Ljóst má vera að við stofnun Prestssetrasjóðs á sínum tíma voru starfsemi hans og umfang verulega vanmetin og ástand prestssetra ofmetið. Erfitt er að ná fram þeim hugmyndum, sem ræddar hafa verið á kirkjuþingum um þátttöku heimamanna í kostnaði við prestssetur þar sem því verður við komið. Fjárhagur sókna er víðast hvar þannig að þær eru ekki aflögufærar um að leggja til íjármagn til endurbóta og viðhalds prestssetra. Það skal ítrekað, sem sagt hefur verið í fyrri skýrslum, um að full þörf sé á framlagi frá ríki og kirkju til sjóðsins þannig að hann geti staðið við skyldur sínar og að gengið sé frá með skýrum hætti milli ríkis og kirkju hvernig eignarhaldi prestssetra skuli háttað. Tekjur og gjöld sjóðsins eru í hefðbundnum farvegi eins og meðfylgjandi töflur og myndir sýna. Til skýringa má nefna að “aðrar tekjur” eru lóðarleiga, jarðrask, efhisnám og tjónabætur frá Viðlagasjóði. Tekjur 2003 Gjöld 2003 Framlag Kirkjumálasjóðs. 76.300 Laun og'Taunatengd gjöld 14.111 Húsaleigutekjur 21.207 Viðhald húseigna 59.821 Tekjur af vatnssölu 1.827 Rekstur húseigna 14.232 Aðrar tekjur 36.584 Almennur rekstur 7.645 Samtals 135.918 Kostnaður prestssetra 8.850 Afskriftir 5.388 Vaxtagjöld 17.149 Samtals: 127.196 Fyrningarsjóður prestssetra Fyrningarsjóður hvers prestsseturs er bókfærður, þannig að fyrir liggur árlega tekjufærsla og gjöld með öllum áfollnum kostnaði við rekstur þess, ásamt tekjum og gjöldum prestsseturs sem hefur verið lagt niður en nýtur þjónustuskyldu. Fymingarsjóður er aðgengilegur í bókhaldi Biskupsstofu, hjá Prestssetrasjóði og á kirkjuþingi hverju sinni. Viðhald prestssetra Stærsti gjaldaþáttur Prestssetrasjóðs á hverju ári eru framkvæmdir við viðhald og endurnýjun prestssetra og útihúsa, þar sem það á við, ásamt rekstri þeirra. Nemur það sem svarar tæpum 60% af útgjöldum sjóðsins. Alls eru prestssetrin rúmlega 80 talsins og er því að mörgu að hyggja þegar hugað er að viðhaldi þeirra. Árlega berast miklu fleiri óskir frá prestum um endurbætur heldur en fjármagn sjóðsins leyfir. Ástand prestssetra er mjög misjafnt. Sum þeirra eru, sem betur fer, í ágætu ástandi og hefur Prestssetrasjóður, þrátt fyrir bágan fjárhag, lyft þar “Grettistaki”. í viðhaldi prestssetra hefur það haft algjöran forgang, sem áður, að fara í þær viðgerðir á skemmdum sem geta valdið varanlegu eða meiriháttar tjóni á prestssetrinu. Viðgerðir á útveggjum, gluggum og þaki ásamt lagnakerfi hafa vegið þar þyngst. Einnig hefur eðlilegu viðhaldi innanhúss verið sinnt eftir því sem efni og aðstæður hafa leyft. Á þessu starfsári hefur, eins og undanfarin ár, verið haldið áfram þeirri stefnu sem var mörkuð í viðhaldsmálum prestssetra. Reynt er 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.