Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 27

Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 27
15. mál 2004. Tillaga að þingsályktun um neyðarskipulag kirkjunnar vegna hópslysa Hópslysanefhd sem Kirkjuráð skipar skilaði Kirkjuráði skýrslu og tillögum á árinu um neyðarskipulag kirkjunnar vegna hópslysa. I framhaldi af því var ákveðið að flytja tillögu á Kirkjuþingi þess efnis að þingið samþykki neyðarskipulag kirkjunnar svo sem það er sett upp í skjalinu. Brýnt er að skipulagið fái stöðu í stjómkerfi kirkjunnar og samþykkt þess felur í sér að um valdboð Kirkjuþings er að ræða ef á skipulagið reynir. 16. mál 2004. Tillaga að starfsreglum um brottfall starfsreglna um fræðslu fyrir leikmenn innan kirkjunnar nr. 823/2000 í samræmi við ffamlagða tillögu að stefnu kirkjunnar í ffæðslumálum í 5. máli Kirkjuþings 2004 leggur Kirkjuráð til afnám hinna sértæku starfsreglna um fræðslu fýrir leikmenn innan kirkjunnar. Að mati þeirra sem gerst til þekkja er ekki þörf lengur á sérstökum starfsreglum um ffæðslumálin þar sem stefnan sjálf er sú heimild sem unnið er eftir. Kirkjuþing grundvallar þannig fræðslustarf Þjóðkirkjunnar í heild til ffambúðar með samþykkt almennrar stefnu þar um og er því lagt til að starfsreglurnar verði felldar brott. 17. mál 2004. Tillaga tilþingsályktunar um gjaldalíkan fyrir sóknir Um þingmannamál er að ræða. 18. mál 2004. Tillaga tilþingsályktunar um stofnun faglegs handleiðsluteymis íslensku Þjóðkirkjunnar Um þingmannamál er að ræða. 19. mál 2004. Tillaga tilþingsályktunar um sölu á prestssetrum og hluta af prestssetrum Um mál er að ræða sem flutt er af Prestssetrasjóði. V. Stofnanir á vegum Kirkjuráðs Kirkjuráð minnir á að stofnanir og nefhdir skila skýrslum í Árbók kirkjunnar eins og fýrr hefur verið greint frá og er vísað þangað til nánari greinargerða um starfsemi þeirra. Sú umfjöllun sem hér fer á eftir er til fyllingar því eða sérstakrar áréttingar atriðum sem Kirkjuráð vill vekja athygli Kirkjuþings á. Enn fremur er vikið að atriðum sem hugsanlega koma ekki ffam í skýrslunum. Skálholt og Skálholtsskóli Kirkjuráð hefur venju samkvæmt fjallað um málefni Skálholtsstaðar og haldið árlegan fund ráðsins í Skálholti þar sem Kirkjuráðsmenn ræða við starfsfólk um málefni staðarins, kirkju, og skóla. Þá sótti vígslubiskup þá fundi ráðsins þar sem fjallað var um Skálholt. Vígslubiskup kynnti Kirkjuráði drög að stefnumótun fyrir Skálholtsstað, sem unnin höfðu verið að ósk ráðsins. Eru drögin lögð fram sem fylgiskjal með skýrslu þessari. Settar eru fram hugmyndir um brýnustu verkefnin framundan og um Skálholt sem sögustað, fræðasetur og helgistað svo og hvernig megi efla hvem þann þátt. Að lokum er að finna drög að stefnumótun til næstu þriggja ára. Kirkjuráð samþykkti að leita til Runólfs Smára Steinþórssonar, dósents við HÍ, um að leiða stefnumótunarvinnuna og tók hann verkefnið að sér. Við gerð og framkvæmd stefnumótunar fyrir Skálholt er sjálfsagt að hafa í huga að árið 2006 verður minnst 950 ára afmælis stólsins. 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.