Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 63

Gerðir kirkjuþings - 2004, Blaðsíða 63
Kristin tilbeiðsla og heilög iðkun er þjálfun fyrir eilífðina. Söngur og tónlist, talað orð og atferli skal vitna um himneskan ilm og guðdómlega fegurð, og sannleika sem við fáum um síðir að sjá og reyna hjá Guði og englum hans. Mannsröddin sjálf er fegursta hljóðfæri tilbeiðslunnar. I stefnu- og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar 2004-2010 segir svo um helgihald og kirkjutónlist: • Með helgihaldi er átt við allar athafnir safnaðarins þar sem helgihald ferfram, þar með talið almennar guðsþjónustur, bœnastundir, sunnudagaskóla, skírn, hjónavígslur ogjarðarfarir. • Með kirkjutónlist er einkum átt við tónlist helgihaldsins, bœði tón presta og forsöngvara, sálma og undirleik. I markmiðslýsingunni með helgihaldi og kirkjutónlist segir svo m.a í stefnu- og starfsáherslum Þjóðkirkjunnar 2004-2010: • Markmið helgihalds Þjóðkirkjunnar er að næra samfélag Guðs og manns og samfélagþeirra er tilbiðja Guð. Við viljum að helgihaldið sé fjölbreytt og höfði til allra. Við viljum auka fjölbreytni í kirkjutónlist og listiðkun í helgihaldi. Eins og fram kemur í tónlistarstefnu Þjóðkirkjunnar og áhersluatriðum er gerð stutt grein fyrir grundvelli hennar og hlutverki. Þá er vikið að meginstefnu hennar næstu árin, þar sem áherslum er skipt niður í þrjá meginþætti er snúa að kirkjusöngnum, að námskeiðahaldi, fræðslu og útgáfu tónlistarefnis, og að umsjón kirkjutónlistarinnar. Hér á eftir verður gerð grein fyrir hverjum þessara þátta og vikið að grunni kirkjutónlistar og þeim mikla arfi sem kirkjan á og hlutverki tónlistar í helgihaldi og guðsþjónustulífi safnaðarins. Að lokum verður gerð ítarlegi grein fyrir þremur þáttum í meginstefnu næstu ára. Um grundvöll kirkjutónlistarinnar Kristin kirkja um allan heim býr að ríkulegum og ómetanlegum tónlistararfi kynslóðanna. Þjóðkirkjan á Islandi á aðild að þessari arfleifð. Hún nýtur hennar, varðveitir hana og iðkar hana hvarvetna þar sem söfnuður kemur saman til samkomuhalds í nafni Jesú Krists. Tónlistararfur kirkjunnar í sinni elstu gerð er söngur sálma Saltarans og annarra ljóða Biblíunnar. A grunni þess söngs hafa söngvar og sálmar kirkjunnar alla tíð byggt. Það er hinn eiginlegi kirkjusöngur. Sálmar og predikun kirkjunnar heyra saman, með því að hvorutveggja styður útleggingu og heimfærslu ritningarinnar. Sálmar eru boðunartæki safnaðarins. Sálmabækur og sálmasöfn kirkjunnar hafa því sama vægi í kirkjunni og handbækur presta og helgisiðabækur. Kirkjan kallar eftir samstarfi við listina til þess að vera færari um að tjá hið ósegjanlega. Tónlist kirkjunnar hefur ákveðna sérstöðu meðal annarra lista og listforma og listrænnar tjáningar í kirkjunni yfirleitt. Hún getur fremur en aðrar listgreinar virkjað söfnuðinn sem heild. Kirkjubyggingalistin og myndlistin hjálpa auganu en tónlistin hjartanu. Tónlistin tengist í meira mæli en aðrar listgreinar hinni helgu þjónustu safnaðarins og er breytileg frá sunnudegi til sunnudags og frá einni stund til annarrar. 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Gerðir kirkjuþings

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.