Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 100

Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 100
Sambandslagasáttmálanum 1918, en þar er talað um „borðfé konungs.“ Það þótti ekki við hæfi að tala um laun konungs. Beneficium er staður sem kirkjan á, eða sá dýrlingur sem kirkjan er helguð, og presturinn þiggur að léni. Núverandi fyrirkomulag, þar sem prestur er ábúandi á prestssetri og nýtur arðs af hlunnindum þess og gæðum, eru leifar af þessu gamla kerfi. Þó aðeins að hluta til. Lénsfyrirkomulagið hafði í for með sér að það var eins konar hjónaband milli prestsins og viðkomandi kirkju, og prestssetursjarðimar og hlunnindi þeirra stóðu undir rekstri embættisins og kirkjunnar líka. Þetta var hið algilda launakerfi í samræmi við hagfræði og samfélagsskipan. Fyrir meir en einni öld þá fer þetta kerfi að trosna og leysast upp. Þá sögu þekkja nú allir hér. Sett eru lög um afhending kirkna til safnaða, tíundir eru aflagðar og kirkjumar eru settar á framfæri sóknargjalda, bygging sóknarkirknanna, rekstur og viðhald varð á ábyrgð sóknanna en ekki prestsins eða lénsmannsins, og þar með breyttist rekstur sóknanna í grundvallaratriðum. Eins breyttust og launakjör presta. Prestar fóm smá saman á föst laun, sem tryggðu afkomu embættanna, um leið voru embættin ekki lengur einungis háð því hvað jörðin gaf af sér og þessa sögu þekkjum við líka. Lénssambandið var í raun leyst upp, hið opinbera tók af prestunum þann kaleik að þurfa að innheimta leigur og gjöld til eigin launa og framfærslu. Fyrst átti að láta arð lénanna og tekjur ganga til prestslaunasjóðs, en það fór allt forgörðum svo prestar vom settir á laun eins og aðrir opinberir starfsmenn, var það að því mig minnir um 1920. Nú hefur verið samið við ríkið um að laun presta séu arður af því eignasafni sem kirkjan lét af hendi til ríkisins, sem ríkið hefur selt eða leigt eða forvaltað eins og því sýnist. Prestssetrin og þær eignir sem þeim fylgdu héldu þá áfram að vera meginþáttur í kjörum og embætti sóknarpresta í sveitum, þar sem gert var ráð fyrir því að prestar stunduðu búskap og hefðu tekjur af því sem jörðin og afgjöld gáfu af sér. Grunnlaun presta vom almennt lág af þessum sökum. Það munum við reyndar mörg hver. Það er ekki Iangt síðan við fengum þau skilaboð frá okkar viðsemjendum, ríkinu, í sambandi við laun og kjör. Ríkinu var alveg sama hvemig við færum að því að drýgja tekjur okkar, við værum frjálsir að því. Gengið var út frá því að grunnlaun prestanna væru lág, vegna þess að möguleikar þeirra til að drýgja tekjur sínar með öðrum störfum, hlunnindum og aukaverkatekjum væru miklir. Nú heyrir til undantekninga að prestar geti sinnt búskap á prestssetrum eða haft arð af því svo nokkru nemi. Kjaranefnd úrskurðar prestum laun og rekstur prestssetranna kominn samkvæmt lögum á hendur Prestssetrasjóðs. Prestur greiðir afgjald sem reiknað er út ffá fasteignamati. Þegar að sóknarkirkjur voru afhentar söfnuðum til eigna og umsjár, en prestssetrið lagt til prestsembættinu, varð skilið á milli. Lénssambandið var leyst upp, við getum ekki horft framhjá því að grundvallarbreyting er á orðin. Nú báru prestar engar skyldur lengur sem lutu að rekstri og viðhaldi heimakirkjunnar, og afar takmarkaðar skyldur varðandi viðhald og uppbyggingu prestssetursins. Þó héldu prestar áfram að njóta hlunninda, tekna jarðarinnar. Eg er ekki einn um það að þykja það skjóta nokkuð skökku við að eftir að prestar losnuðu við Qárhagsábyrgð á kirkjunni, sem í raun rétti er eigandi jarðarinnar, skuli þeir áfram njóta hlunnindatekna sem beinnar launauppbótar og þannig njóta hins besta úr báðum kerfum. Prestur fær arðinn en ber Iitlar skyldur í raun gagnvart stað og kirkju, hér ætti að mínu mati að skoða vandlega hvort ekki ætti að gera breytingu á. Eg vil hér vísa í álit Kirkjueignanefndar 1984. Ég fagna því að það skuli vera nú aðgengilegt á vefnum þetta er merkilegt álit sem markar með skýrum hætti grundvöllinn sem ^árhagur okkar kirkju stendur á og það er mikilvægt að halda því til haga. Eindregið álit kirkjueignanefndar var að prestssetrin væru „almenn kirkjueign eins og nú er kotnið málum” segir á blaðsíðu 115 í þessu merka plaggi. 98
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.