Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 10

Gerðir kirkjuþings - 2004, Page 10
Ávarp dóms- og kirkjumálaráðherra Björns Bjarnasonar Fornir staðir og framtíðin Þegar ég er hér í annað sinn á kirkjuþingi sem dóms- og kirkjumálaráðherra, vil ég þakka gott samstarf við biskup íslands, vígslubiskupa og aðraþjóna kirkjunnar á liðnu ári. Sérstaklega er mér minnisstæð för okkar Rutar heim að Hólum síðsumars, þar sem við tókum þátt í Hólahátíð. Ég vil þakka góðar móttökur á Hólum en það var ánægjulegt að kynnast því, hve mikill hugur er í vígslubiskupi, rektor og öðrum á staðnum að efla þar andlegt og veraldlegt starf. Auðunnarstofa og nú Guðbrandsstofnun sýna, hvemig hinn forni grunnur er nýttur til að efla framtíðarstarf á Hólum. Þá er ekki nokkur vafi á því, að hin mikla fomleifarannsókn á Hólum og við Kolkuós mun styrkja mikilvægi staðarins enn frekar í huga okkar Islendinga og bera gildi hans langt út fyrir landsteinana, því að þama er alþjóðlegur hópur vísindamanna að störfum við víðtækar rannsóknir, sem vafalaust munu auka þekkingu okkar og varpa nýju ljósi á margt. Víða á kirkjulegum sögustöðum er nú unnið að fomleifarannsóknum fyrir tilstyrk Kristnihátíðarsjóðs, sem alþingi stofnaði í tilefhi af 1000 ára afmæli kristnitökunnar. Hvarvetna þar sem vísindamenn ber niður við rannsóknir sínar finnst eitthvað, sem varpar ljósi á fortíðina og ætti að ýta undir ræktarsemi við hinn kristna menningararf okkar. Ekki er síður mikilvægt, að búa þannig að sögufrægum stöðum í samtíðinni, að þeim sé sýnd sú virðing sem ber. Mikið hefur áunnist í því efni síðustu áratugi. Er í því efni nærtækt að nefna Viðey, sem gengið hefur í endurnýjun lífdaga, endurreisnina í Reykholti í Borgarfirði og menningarsetrið, sem nú er starfrækt á Skriðuklaustri í nafhi Gunnars Gunnarssonar skálds. Endurreisn þessara staða er ekki aðeins til þess fallin að gera þeim sjálfum til hæfis heldur kallar hún einnig á margvíslegt menningarstarf og sköpun á mörgum nýjum sviðum. Reynslan af þessu er góð úr Skálholti, þar sem þess var minnst á liðnu sumri, að 30 ár voru liðin frá því að saga sumartónleika í Skálholti hófst undir listrænni stjóm Helgu Ingólfsdóttur, semballeikara. Fróðlegt þótti mér erindi hennar þar í sumar, þegar hún rakti sögu tónleikanna og hvernig þeim hefur jafnt og þétt vaxið ásmegin í góðu samstarfi listamanna og forráðamanna kirkjunnar bæði á staðnum og í biskupsstofu. Endurreisn og ræktarsemi við einstaka staði byggist að sjálfsögðu á því, að eignarhald þeirra sé ljóst og hver fer þar með staðarforystu. Eignarréttarstaða - samningaviðræður. Frá því að við hittumst hér á kirkjuþingi síðast hefur lítið miðað í átt að niðurstöðu í samningaviðræðum um eignarréttarstöðu kirkjujarða og prestssetra. Nokkrar umræður hafa verið um þetta mál nú í aðdraganda kirkjuþings og af því tilefni vil ég fara nokkrum orðum um stöðu þess frá mínum sjónarhóli. í samningi ríkis og kirkju frá því í janúar 1997 um kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir en prestssetrin segir, að kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem þeim fylgja, að frátöldum 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110

x

Gerðir kirkjuþings

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gerðir kirkjuþings
https://timarit.is/publication/1136

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.