Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Blaðsíða 19
AF VEIKUM MæTTI
19
hún felst. Það á ekki að upphefja sögulegt ábyrgðarhlutverk háskóla og láta
þar við sitja, heldur sífellt að endurhugsa spurninguna gagnvart hverjum
og á hvaða sviðum háskólar bera ábyrgð.26 Ábyrgðin birtist þegar háskóla-
menn leggja sjálfa sig að veði með því að taka samfélagslega afstöðu. Hið
æðsta form ábyrgðar felst í því að sýna óábyrgð gagnvart valdi: neita að
svara fyrir hugsun sína eða skrif frammi fyrir ríkjandi öflum á sama hátt
og skáld hefur rétt til að segja hvað sem er í skjóli fyrir hvers konar rit-
skoðun.
Hinn skilyrðislausi háskóli er eins og áður sagði veikur fyrir smiti.
Ónæmiskerfi hans getur brostið, ekki aðeins vegna þess að það hýsir oft
árásaraðilann, heldur einnig vegna þess að það getur orðið sjálfsofnæmi að
bráð. Í stað þess að verjast öðrum fer ónæmiskerfið að grafa undan háskól-
anum á sama hátt og lýðræðisstjórnir telja sig þurfa að verja lýðræðið með
því að þola andlýðræðisleg öfl, eins og fasista sem vilja það feigt, eða með
því að grípa til andlýðræðislegra ráðstafana, eins og að svipta fanga í
Guantanamo-fangabúðunum mannréttindum. Hinn skilyrðislausi háskóli
byggir á meðvitaðri mótsögn eða refhvörfum, í þessu tilviki „veikum
mætti“. Það sama á við um verðandi lýðræði í kenningu Derrida og háskóla
án skilyrða. Styrkur hvors tveggja er tilkominn vegna veikleika; verðandi
lýðræði er aldrei endanlegt, losnar aldrei undan óvissunni og hinu óákv-
arðanlega. Um er að ræða styrk eða mátt sem er laus við vald og valdbeit-
ingu.27
En þótt valdleysi geti verið máttur stendur háskólasamfélagið, ekki síst
hugvísindin, berskjaldað gagnvart utanaðkomandi valdi og þeim öflum
sem vilja eigna sér það og skilgreina það. Stjórnmálastéttin hér afsalaði sér
fyrst valdi í hendur viðskiptablokka og gekk síðan erinda þeirra með því að
gera viðskiptagildi þeirra að mikilvægum þætti í háskólastarfi. Háskóla-
samfélagið var móttækilegt fyrir þessu smiti og ófært um að spyrna við
fótum. Því skiptir máli að það vinni gegn eigin stofnanavæðingu og inn-
leiðingu utanaðkomandi viðskipta- og tæknigilda. Háskólinn verður að
gegna þar hlutverki andspyrnuafls á mörkum hins skilyrta og skilyrðis-
lausa.
Í fyrirlestri sem franski rithöfundurinn Hélène Cixous hélt við Stan-
fordháskóla og bar nafnið „Óhlýðni í háskóla“ (f. Le pas sage à l’université)
gagnrýndi hún þá sem störfuðu í akademíunni fyrir að sniðganga það sem
26 Að svara kallinu felur í sér að „bera ábyrgð“, sbr. frönsku sögnina „répondre“ (að
svara), danska orðið yfir ábyrgð, „ansvar“ og enska nafnorðið „responsibility“.
27 Jacques Derrida, L'université sans condition, bls. 13.