Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Page 42
JÓN ÓLAFSSON
42
ar eru „universitates“ en aðrar stofnanir nokkurskonar sérskólar á háskóla-
stigi eða sérhæfðar rannsóknastofnanir. Í svargrein sinni benda háskóla -
kennararnir tólf á að sérhæfð þjálfun raunvísinda verði að njóta sín ekki síður
en gagnrýnin sýn húmanísku greinanna, og einn þeirra hafði áður gagn rýnt
sérstaklega það viðhorf að „universitas“ í skilningi hinnar altæku ósérhæfðu
akademíu væri fyrirmynd háskólans sem æðri menntastofnunar.29
Vandamálið við umræðuna er tvíþætt. Í fyrsta lagi má halda því fram að
hugsjónin um „universitas“ sé úrelt sem skilgreining á háskólastofnun og
það sé skaðlegt að upphefja frjálsa akademíu í þeim skilningi. Háskólar
fortíðarinnar voru að hluta afurðir þeirra samskiptahátta sem þá ríktu.
Samskipti á milli landa, stofnana og einstaklinga voru háð tækni og
aðstæðum sem nú eru gjörbreyttar. Háskólinn sem einangruð stofnun, fær
um að lifa sjálfstæðu lífi þótt heimurinn farist í kring um hann, heyrir sög-
unni til. Allir háskólar keppast nú við að verða lifandi hluti af samfélagi
háskóla. Universitas hefur því skipt um merkingarsvið: Það er úrelt að ein-
blína á einstakar stofnanir. Háskólasamfélagið sem heild er universitas og
hefur þannig tekið við því hlutverki sem áður var hægt að ætla stórum öfl-
ugum háskólastofnunum. Þess vegna hefur líka sérstaða stóru stofnananna
minnkað. Þótt Háskóli Íslands sé fimm sinnum stærri en Háskólinn í
Reykjavík og fimmtán sinnum stærri en Háskólinn á Bifröst, svo dæmi sé
tekið, þá er hann ekki í eðli sínu öðruvísi stofnun en þessir skólar.
Í öðru lagi ætti vandinn alls ekki að birtast í togstreitu hug- og félags-
vísinda annarsvegar, og raunvísinda hinsvegar um viðurkenningu og fjár-
magn. Vandinn er sameiginlegur og hann er risavaxinn: Hvernig er hægt
að stuðla að því að fjármagn fari til raunverulegra rannsókna sem skipta
máli í fræðilegu og vísindalegu tilliti, frekar en til ómerkilegra miðlungs-
rannsókna sem stundaðar eru til þess eins að uppfylla skyldur um slíka
starfsemi? Hvernig er hægt að tryggja raunverulegt rannsóknafrelsi og
almennt akademískt frelsi? En það er hér sem ormurinn bítur í skottið á
sér: Vegna þess að vísindasamfélagið (fræðasamfélagið, háskólasamfélagið)
er ófært um að skapa sjálft mælikvarða gæða og mikilvægis, er það ofurselt
utanaðkomandi gæðakröfum. Það vill svo til að þetta eru kröfur sem í eðli
sínu eru andstæðar og fjandsamlegar hugsunar- og tjáningarfrelsi háskól-
anna. Þetta eru kröfur atvinnulífsins sem leitast við að nota tækifærið til að
móta háskólana í sinni mynd.
29 Karl ægir Karlsson, „Góðir og ódýrir háskólar“ birt á vef Vísis 19. október 2010,
aðgengileg á http://www.visir.is/article/2010849361878 (sótt 15. janúar 2011).