Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 42

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2011, Síða 42
JÓN ÓLAFSSON 42 ar eru „universitates“ en aðrar stofnanir nokkurskonar sérskólar á háskóla- stigi eða sérhæfðar rannsóknastofnanir. Í svargrein sinni benda háskóla - kennararnir tólf á að sérhæfð þjálfun raunvísinda verði að njóta sín ekki síður en gagnrýnin sýn húmanísku greinanna, og einn þeirra hafði áður gagn rýnt sérstaklega það viðhorf að „universitas“ í skilningi hinnar altæku ósérhæfðu akademíu væri fyrirmynd háskólans sem æðri menntastofnunar.29 Vandamálið við umræðuna er tvíþætt. Í fyrsta lagi má halda því fram að hugsjónin um „universitas“ sé úrelt sem skilgreining á háskólastofnun og það sé skaðlegt að upphefja frjálsa akademíu í þeim skilningi. Háskólar fortíðarinnar voru að hluta afurðir þeirra samskiptahátta sem þá ríktu. Samskipti á milli landa, stofnana og einstaklinga voru háð tækni og aðstæðum sem nú eru gjörbreyttar. Háskólinn sem einangruð stofnun, fær um að lifa sjálfstæðu lífi þótt heimurinn farist í kring um hann, heyrir sög- unni til. Allir háskólar keppast nú við að verða lifandi hluti af samfélagi háskóla. Universitas hefur því skipt um merkingarsvið: Það er úrelt að ein- blína á einstakar stofnanir. Háskólasamfélagið sem heild er universitas og hefur þannig tekið við því hlutverki sem áður var hægt að ætla stórum öfl- ugum háskólastofnunum. Þess vegna hefur líka sérstaða stóru stofnananna minnkað. Þótt Háskóli Íslands sé fimm sinnum stærri en Háskólinn í Reykjavík og fimmtán sinnum stærri en Háskólinn á Bifröst, svo dæmi sé tekið, þá er hann ekki í eðli sínu öðruvísi stofnun en þessir skólar. Í öðru lagi ætti vandinn alls ekki að birtast í togstreitu hug- og félags- vísinda annarsvegar, og raunvísinda hinsvegar um viðurkenningu og fjár- magn. Vandinn er sameiginlegur og hann er risavaxinn: Hvernig er hægt að stuðla að því að fjármagn fari til raunverulegra rannsókna sem skipta máli í fræðilegu og vísindalegu tilliti, frekar en til ómerkilegra miðlungs- rannsókna sem stundaðar eru til þess eins að uppfylla skyldur um slíka starfsemi? Hvernig er hægt að tryggja raunverulegt rannsóknafrelsi og almennt akademískt frelsi? En það er hér sem ormurinn bítur í skottið á sér: Vegna þess að vísindasamfélagið (fræðasamfélagið, háskólasamfélagið) er ófært um að skapa sjálft mælikvarða gæða og mikilvægis, er það ofurselt utanaðkomandi gæðakröfum. Það vill svo til að þetta eru kröfur sem í eðli sínu eru andstæðar og fjandsamlegar hugsunar- og tjáningarfrelsi háskól- anna. Þetta eru kröfur atvinnulífsins sem leitast við að nota tækifærið til að móta háskólana í sinni mynd. 29 Karl ægir Karlsson, „Góðir og ódýrir háskólar“ birt á vef Vísis 19. október 2010, aðgengileg á http://www.visir.is/article/2010849361878 (sótt 15. janúar 2011).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.